Gott að Samfylking sjái ljósið - eða a.m.k. smá-skímu

Nú hafa tveir forystumenn Sam­fylk­ingar, for­mað­urinn Árni Páll og Helgi þing­flokks­for­maður, sem fýsir að verða for­maður, viður­kennt mistök flokks­ins með ein­hliða ofur­áherzlu á ESB og evr­una ásamt hlut­drægum böl­móði um ís­lenzkt efna­hagslíf.

Mis­tök eru til þess að læra af. Kreppa stjórn­mála og ekki síst okk­ar jafn­aðar­manna er ekki sér­ís­lensk þótt hún djúp sé hér. Hún er sprott­in af þeirri til­finn­ingu fólks að pen­inga­öfl­in ráði, stjórn­mála­menn séu í stjórn­mál­um bara sjálfra sín vegna og flokk­arn­ir svíki gef­in lof­orð,“ seg­ir Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent til fjöl­miðla í kjöl­far þess að hann til­kynnti fram­boð til for­mennsku í flokkn­um (leturbr. jvj).

Það dug­ar ekki að bíða eft­ir evr­unni, held­ur þarf Sam­fylk­ing­in skýra stefnu­breyt­ingu. Við eig­um að halda aðild­ar­um­sókn­inni að ESB á lofti,“ seg­ir Helgi, „en hætta að segja að allt sé ósann­gjarnt og verði áfram óhóf­lega dýrt á meðan við höf­um okk­ar veik­b­urða gjald­miðil.“

Takið eftir, að enn hangir hann í því að tíunda meintan veikleika krón­unnar, í stað þess að viðurkenna a.m.k. sveigjanleika hennar um leið, og vill halda aðild­ar­um­sókn­inni  áfram, NOTA BENE: ekki viðurkenna, að hún hafi verið dregin til baka! Við vitum sem sé, hvernig Helgi myndi reynast í því máli, yrði hann foringi Samfylkingarinnar – gera allt til að liðka fyrir sem sneggstri innlimun í stórveldið!

„Við meg­um ekki fresta því að breyta kerf­inu þangað til við fáum al­vöru gjald­miðil [sic],“ seg­ir Helgi enn­frem­ur í sömu yf­ir­lýs­ingu.

En þótt það sé prýðilegt að Samfylking sjái a.m.k. smá-skímu þessa dagana og ætli sér ekki að halda áfram gamla söngnum um að nánast allt sé hér ómögu­legt, eins og það hafi verið rök fyrir innlimun í stórveldabandalag, þá skulum við samt hafa auga með því, hvað valdamenn í þessum hnignandi flokki ætla sér – og ekki þá síður vegna þess, að nýja formannsefnið vill sameinast Pír­ötum og "Bjartri framtíð" og trúlega véla það fólk inn í Brusseláhugamál sitt.

Engin Evrópusambands-innlimunarstefna má eiga hér upp á pallborðið hjá íslenzkri þjóð; við stefnum sjálf að okkar eigin björtu framtíð með vinnusemi og okkar ágætu krónu sem smám saman hefur gert Ísland að alvöru-ferða­mennskulandi, ríkissjóði og sveitarfélögum og okkur öllum til mikils tekjuauka. Með tímanum (eins og hefur sýnt sig) getum við svo vel sniðið marga agnúana af okkar efnahags- og peningamálum og gefið almenningi miklu betri hlut í batanum með því að útdeila gróða nýju bankanna af því að hafa keypt kröfur hrundu bankanna á spottprís. Og nú þegar, frá síðustu áramótum, hefur ríkis­stjórnin fært niður verðlag á ýmsum vörum með niðurfellingu tolla – en það er nokkuð sem við værum ekki sjálfráð um, ef við værum í Evrópusambandinu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki hægt að bíða eftir evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband