4,8 sinnum fleiri mjög andvígir inngöngu í ESB heldur en þeir sem eru mjög hlynntir henni

Í nýrri skoðanakönnun MMR, sem stór hluti svarenda (87,8%) tók afstöðu til, eru einungis 7,9% mjög hlynnt inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, en 38,1% mjög and­víg henni. Í heild eru 57,8% and­víg, en 20,9% hlynnt inn­göngu í sam­band­ið. Hlutföll hóp­anna eru 2,77 full­veldis­sinnar á móti hverjum einum ESB-sinna! Andstaðan hefur aukizt verulega frá fyrri könnun MMR í sept­em­ber.

Ávallt raunar frá Össurar­umsókn­inni 2009 hefur verið traustur meiri­hluti andstæður inngöngu í evrópska stórveldið, en hvenær ætlar stjórn­mála­flokk­unum að lærast það? En í stað þess að leggja þetta fráleita umsókn­ar­mál til hliðar (mál, þar sem hinn fallni fyrrv. utan­ríkis­ráðherra braut stjórnar­skrána í æsingi sínum), þá hefur fjölgað í hópi veruleika­firrtra þingflokka sem gæla enn við þetta mál eftir kosn­ingarnar (þótt lítt hafi þeir fjallað um það í kosn­inga­barátt­unni!) og vilja fremur sinna því en aðkall­andi verkefnum innanlands, svo sem í heilbrigðis­þjónustu, aðbúnaði og kjörum lífeyrisþega, menntamálum, löggæzlu, vegagerð og viðunandi aðstöðu á ferða­manna­stöðum.

Skoðana­könn­un MMR var gerð dag­ana 7.-14. nóv­em­ber og var heild­ar­fjöldi svar­enda 904 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið (ESB)? Sam­tals tóku 87,8% af­stöðu. (Mbl.is)

Þurfa ekki stjórnmálamenn okkar að læra rétt eins og unga fólkið?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband