Stórhættulegri tillögu í stjórnlagaóráði stefnt gegn fullveldi

Endurbirt grein af Vísisbloggi JVJ 18. júní 2011.

Esb. og útsendurum þess hentar það albezt sem stjórnlagaóráðsmenn ástunda nú í “C-nefnd” sinni, annaðhvort í óráði eða af fjandskap gegn fullveldi lands og þjóðar.

Það sést af þessu:

  • Þau vilja setja í stjórnarskrána ákvæði sem opnar á fullveldisframsal HVENÆR SEM ER.
  • Þau vilja sundurskilja þetta frá þeim framgangsmáta sem hefur fylgt stjórnarskránni, að henni verði ekki breytt án þess að þing sé rofið og efnt til nýrra kosninga.
  • Þau vilja einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um FULLVELDISFRAMSAL!
  • Þau gera enga kröfu um aukinn meirihluta.
  • Þau ganga fram hjá ægivaldi peninga- og áróðursafls 1560 sinnum fjölmennara ríkjasambands sem vill komast yfir okkar 858.000 fkm yfirráðasvæði í N-Atlantshafi.

Eftir slíka stjórnarskrárbreytingu (og kannski þeirri núgildandi allri skóflað út um leið í heild) gætu Esb-innlimunarsinnar kallað fram slíkt fullveldis­framsals-þjóðaratkvæði HVENÆR SEM ER, hvenær sem ÞEIM hentar, hvenær sem BRUSSEL-valdaapparatið telur bezt að láta höggið ríða af gegn sjálfstæði okkar, og ÁHÆTTAN fyrir sitjandi (rauðbleikan eða öðruvísi ruglaðan) þingmeirihluta eða ríkisstjórn væri ENGIN: þau þyrftu ekki að fara frá, þótt tillagan væri jafnvel kolfelld - þau þyrftu enga ábyrgð að taka á því og gætu einmitt þvert á móti setið áfram og lagt fram sömu tillögu undir þjóðaratkvæði hálfu ári eða 2 eða 3 árum seinna eða hvenær sem Esb. telur sig vera búið að spúa hér út nægum áróðri sínum og flækja fleiri í sinn vanþekkingar- og blekkingarvef.

Jafnframt hefði þá sama ólögmæta stjórnlagaóráð búið svo um hnútana – þ.e.a.s. ef Esb.sinnum þar og á Alþingi tekst að narra þessu inn á þjóðina – að viss, lítill hluti kjósenda (alveg eins og hluti Alþingis) gæti hvenær sem er kallað fram slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri þá vitaskuld gert einna helzt þegar Esb.innlimunarsinnar teldu sinn illa málstað á uppleið í skoðanakönnunum.

Þetta hentar einmitt þeim bezt, sem ganga með landráðin í maganum.

ÉG LÝSI ÁBYRGÐ Á HENDUR ÞEIM, sem leika sér þannig vísvitandi eða í óráði að fjöreggi fullveldis okkar!

Jón Valur Jensson.

1373_sSú er aukaástæða endurbirtingar þess­arar vefgreinar, að 365 miðlar Jóns Ásgeirs hafa lagt niður gervallt Vísis­bloggið, þar sem hundruð eða þúsundir Íslendinga höfðu birt hugsanir sínar, greinar, viðbrögð við fréttum, ljóð o.fl., án fyrirvara og án þess að menn væru svo mikið sem spurðir hvort þeim væri sárt um að skrif þeirra hyrfu. Er þetta sennilega grófasta atlagan að höfund­ar­rétti Íslendinga og málfrelsi á síðari tímum. Flestir Vísisbloggarar munu þar hafa glatað því höfundarverki sínu, en undirritaður hafði verið svo forsjáll að taka afrit af sínu, ekki löngu áður en þetta vildi til, þó ekki af umræðum sem fylgdu á eftir greinunum. (Hér fylgir með einkennismynd mín á Vísisblogginu.) Eitthvað a.m.k. af greinum mínum á Vísisbloggi hefur verið og verður endurbirt á vefsíðu minni jvj.blog.is, nú síðast greinin Allt í ökkla eða eyra um stjórnar­skrána hjá Þorvaldi Gylfasyni. --JVJ.


Bloggfærslur 31. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband