Ómótmælanleg staðreynd

Það er gott, að aðalritstjóri ESB-Fréttablaðsins viðurkenni loksins í leiðara,* að þjóðin vill ekki að lýðveldinu verði mokað inn í evrópskt stórveldi.

Rökin gegn Evrópusambandinu varða fyrst og fremst okkar eigið sjálfstæði og fullveldisréttindi, við hefðum minnst allra þjóða að græða á ESB og mestu allra hlutfallslega að tapa –– og höfum nú þegar þurft að berjast gegn ærnum og ófyrirleitnum bellibrögðum þessa stórveldabandalags gegn okkur í Icesave- og makríl-málunum og jafnvel nú síðast í vetur í kolmunna-málinu (ESB vill skerða hlutdeild okkar úr 17,63% í 4,8% í kolmunnaveiði í N-Atlantshafi á þessu ári : http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1713658/ ).

* Í Frbl. í dag.

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 20. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband