Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB, er haft eftir ráðherraráði sambandsins

Frétt barst nú um að Evrópu­sam­bandið hafi tekið Ísland af lista yfir umsóknarríki. Er haft eftir Klem­ens Ólaf­i Þrast­ar­syni, að sú ákvörðun hafi verið samþykkt á vett­vangi ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins (en Klemens hinn ungi, fyrrverandi blaðamaður á ESB-Fréttablaðinu, er upp­lýs­inga­full­trúi sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, hefur þá farið svipaða leið og Auðun Arnórsson, sem starfar fyrir sendiráð ESB).

Þetta eru ánægjulegar fréttir, ef treysta má þeim að fullu. Það er mikilvægt, að hér verði engum vélabrögðum verði beitt eins og þeim, að Össurarumsóknin sé með einhverjum hætti ennþá gild og brúkleg fyrir nógu ósvífna aðila síðar meir í stjórnarráði Íslands og höllunum í Brussel.

Við þurfum t.d. að fá að sjá formlega samþykkt ráðherraráðsins fyrir þessu. Fróðlegt væri einnig að sjá, hvernig atkvæði féllu um málið.

Ekki var Klemens Ólafur (sonur Þrastar Ólafssonar hagfræðings, mikils ESB-predikara) mjög áreiðanlegur í umfjöllun um málefni Evrópusambandsins, meðan hann var á ESB-Fréttablaðinu. Kom það fram í því að þegja um mikilvægar staðreyndir, eins og undirritaður upplýsti um í grein 27. júní 2011: Á Fréttablaðið að komast upp með að þegja í þágu ESB um meginstaðreynd um valdaleysi Íslands í ráðherraráðinu?

Nú er bara eftir að losa okkur við "Evrópustofu". Utanríkisráðherra þarf að fylgja því máli eftir af festu. Gleðilegt verður að sjá þau pakka niður og halda úr höfn með allt sitt hafurtask. Var talsvert um það mál fjallað nú í vikunni vegna fyrirspurnar Jóhönnu Maríu Sigmarsdóttur, alþm. og formanns Heimssýnar, til ráðherrans um málið: "Hvenær verður Evrópustofu, sem stækkunardeild ESB rekur hér, formlega lokað og starfsemi hennar lögð niður?" Sbr. einnig hér: Og þótt fyrr hefði verið! - Þar var reyndar talað um, að 400 milljónir króna hafi farið í rekstur "stofunnar", en þær reyndust vera 500 milljónir, þegar betur var að gáð. Og er mál að linni þessari áróðurs- og undirróðursstarfsemi gegn sjálfum tilvistargrunni fullveldis okkar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband