Minnkandi spenningur yfir ESB-áróðursbrellum svikulla fjölmiðla

Þrátt fyrir krónískan áróður fjölmiðla ESB-fylgjandans Jóns Ásgeirs og ódyggra ríkisstarfs­manna á Rúv vilja einungis 51% halda í Össurar-umsóknina skv. nýrri Gallup­könnun, lækkun frá í febrúar þegar hlutfallið var 53,2%.

  • "Að sama skapi fjölgar þeim sem eru hlynntir því að draga um­sókn­ina til baka. Þeir voru 35,7% í fe­brú­ar en mæl­ast nú 39%. Könn­un­in nú var gerð dag­ana 19. - 25. mars eft­ir að rík­is­stjórn­in tók þá ákvör­ðun um miðjan síðasta mánuð að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu að Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu," ritar Hjörtur J. Guðmundsson blm. á Mbl.is.

Ennfremur hefur orðið veruleg fækkun í hópi þeirra sem vilja þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald um­sókn­ar­ferl­is­ins að Evr­ópu­sam­band­inu, samkvæmt nýrri könn­un Gallup, en 65% sögðust styðja, að slík kosn­ing færi fram. Þetta virðist hátt hlutfall, en er þó tals­vert lægra en í sam­bæri­legri Gallup-könnun fyrir ári - þá vildu 72% þjóðar­at­kvæði um fram­hald máls­ins. Fyr­ir ári voru 21% and­víg því að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla yrði hald­in, en nú eru 24% andvíg því sam­kvæmt þessari nýj­ustu könnun Gallup og Mbl.is (tengill neðar).

Já, þessi umtalsverða breyting í rétta átt er mjög athyglisverð, miðað við allan hamaganginn og falsáróðurinn rammhlutdræga hjá nefndum fjölmiðlum, sem og, að hvaða lekabytta sem var hafði verið dregin á flot til að bera vitni með þeim um nauðsyn framhalds málsins, þar á meðal ýmsir Icesave-spámennirnir, sem brugðizt höfðu þjóð sinni á átakatímum (þótt þeir hefðu sem betur fer ekki haft sitt fram).

Hér verður því spáð, að þessi stefnubreyting haldi áfram í vaxandi mæli, þar sem sýnt hefur sig og mun áfram sýna sig, að við höfum einskis í misst með því að stefna frá því að ánetjast Evrópusambandinu; og jafnvel háðustu aðilar geta ekki endalaust haldið áfram með sína áráttu­hegðan í helztu fréttatímum án þess að almenna furðu veki og vantraust.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband