Full ástæða til að draga ólögmæta umsókn Össurar strax til baka - Gunnar Bragi gæti sóma síns!

Af þeim, sem afstöðu taka meðal aðspurðra í nýrri Capacent Gallup-könnun fyrir ESB-samtökin "Já Ísland" (sic!), vilja 68% þeirra sem styðja Sjálfstæðis­flokkinn að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka, en 85% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka.

Þetta gefur því enga ástæðu til að efast um, að ríkisstjórnarflokkarnir gera rétt í því að fylgja eftir stefnu flokksþinga sinna, í fullu umboði flokksfulltrúa, og flytja sem fyrst frumvarp um slíka afturköllun Össurar-umsóknarinnar, sem var raunar gróft brot gegn 16.–19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins.

Öll tregða og lufsuháttur af hálfu utanríkisráðherra í þessu máli mun vinna gegn honum meðal kjósenda í næstu kosningum. Flytjist hann til Brussel á hæstu ofurlaunum, verður það honum til ævarandi skammar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Málið hjá utanríkisráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband