Ferðin sem aldrei skyldi farin hafa verið

Auglýsing  Kjaran auglýsir nú EBA-pappírstætara, þýzka hágæðaframleiðslu. Er þetta tilvalið tækifæri og viðblasandi lausn á þvi vandræðamáli sem Össurarumsóknin ólögmæta hefur verið okkur allt frá upphafi. Nú er tilvalið að renna henni í gegnum tætarann og að upplýsa Brusselmenn um þau farsælu endalok hennar.

Merkilegt annars með þessa "vegferð" Samfylkingarmanna með gervalla þjóðina. Henni má líkja við langt ferðalag, sem hópi nokkrum var gert að fara austur á Langanes, án þess að hann fengi nokkru um það ráðið, en þegar hann hafði á nær hálfnaðri leið fengið sína menn til að taka yfir stjórn á rútunni, þá sem höfðu ekki áhuga á lokatakmarkinu fremur en hópurinn sjálfur, þá heyrðist kveðið úr horni: "Nei, nú verður að kjósa um það, fyrir lítinn kvartmilljarð, hvort við höldum ferðinni áfram, úr því að við erum komin svona langt, eða setjum ákvörðun um það á ís, af því að það er aldrei að vita, hvað kynni að vera í pakkanum sem við fengjum, þegar á leiðarenda yrði komið!"

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 6. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband