Ríkisstjórninni er réttast að sýna hér festu og ákveðni

Þótt einn stjórnarþingmaður kikni í hnjánum gagnvart útkomunni af samfelldum skrökáróðri Fréttastofu Rúv og fjölmiðlanna hans ESB-Jóns Ásgeirs eða konu hans og taki mark á "undirskriftasöfnun" þar sem er víðtæk kennitöluvöntun, þá þýðir það ekki, að það sé nein vitglóra í því fyrir ríkisstjórnina að kasta 200+ milljónum króna í slíka ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði því einber skoðanakönnun, því að hún væri EKKI bindandi fyrir Alþingi. Alþingismenn hafa engar skyldur til að fara eftir niðurstöðum slíkrar könnunar, heldur eru þeir "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum," skv. 48. gr. þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins, sem þeir hafa svarið eiðstaf að.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengu (50.454 + 46.173 = ) 96.627 atkvæði í kosningunum í vor. 45-50.000 kennitölulausir, nytsamir sakleysingjar (ásamt slatta innlimunarsinna) jafnast aldrei á við það staðfesta kjörfylgi og valdsumboð ríkisstjórnarinnar til sinna verkefna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband