Aðeins 19,1% Norðmanna vilja inn í Evrópusambandið, aðeins 26,2% Íslendinga og aðeins 58,2% samfylkingarmanna.

Takmarkað umboð Samfylkingarforystunnar er sláandi. Samfylkingarmaður, Hans Hafsteinn Þorvaldsson segir á Facebók: "Hvar eru furðuflokksbræður mínir sem vilja inní ESB og skilja ekki hvað sjálfstæði er mikilvægt, gera svo vel að lesa Frosta." Þar vísar hann þeim á grein Frosta Sigurjónssonar, Eru evruríkin fullvalda? ...

En íslenzka könnunin, sem um ræðir hér ofar, var framkvæmd af Fréttablaðinu og Stöð 2, þannig að augljóst er, að ekki er hún frá ESB-andstæðingum komin. Nauðugt viljugt varð ESB-Fréttablaðið að birta þessar niðurstöður!

Norðmenn hafa verið á þessu róli: um 71-75% andvíg því að fara inn í Evrópusambandið. Höldum okkur við þann sama sjálfstæðisanda, enda eru allar ytri náttúrlegar aðstæður hagstæðar okkur og líkur á enn meiri vexti hér en í Noregi, á sviði síaukinnar ferðaþjónustu og vonin góð um ágóða af olíuvinnslu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 71% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband