Ætlar Bjarni Ben. að láta brjóta stjórnarskrána í þjónkun við evrópskt stórveldi?

Hér er í dag hrikaleg frétt sem of fáir taka eftir : ruv.is/frett/samkomulag-um-samevropskt-fjarmalaeftirlit Þetta felur í sér alls óheimilt fullveldisframsal ! Þar að auki er þetta stórhættulegt, gæti orðið verra en bankakreppan! En í fréttinni segir svo:

  •  
    • Samkomulag hefur náðst um innleiðingu reglna um samevrópskt fjármálaeftirlit í EFTA-ríkjunum þremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
    • Með því verður tryggt að evrópulöggjöf, sem byggir á viðbrögðum við alþjóðlegu fjármálakreppunni, tekur gildi í ríkjunum þremur, þar á meðal löggjöf um þrjár evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði. Þar sem stofnanirnar hafa meðal annars vald til að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja fela reglurnar í sér framsal framkvæmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki.
    • Fjármálaþjónusta er mikilvæg fyrir efnahag Liechtenstein, sem þar af leiðandi hefur þrýst mjög á um að reglurnar verði innleiddar. Samkomulagið felur í sér að allar bindandi ákvarðanir gagnvart EFTA ríkjunum verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA og hægt verður að bera þær undir EFTA dómstólinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti samkomulagið fyrir Íslands hönd en reglurnar verða lögfestar hér á landi á næstunni.

Jæja, hvernig ætlar Bjarni Benediktsson að láta "lögfesta" þessar reglur, úr því að þær fela í sér "framsal framkvæmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki"? Ætlar hann að brjóta stjórnarskrána, eins og vinstri flokkarnir voru svo þjálfaðir í á síðasta kjörtímabili? Þar að auki eru þessar skuldbindingar stórhættulegar, gætu leitt til verra áfalls en bankakreppan!

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 14. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband