Til hvers er Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða 1900 manns á landsfundi sína? Til að óvirða þá?

Af hverju er þessum Bjarna Benediktssyni alltaf leyft að vera við stýrið og virðist þó aldrei geta farið eftir landsfundum sínum í meiri háttar málum? Nú eins og í Icesave-málinu getur þetta reynzt þjóðinni skeinuhætt, jafnvel hrikalega! Hann er með skilnings­litla konu sem vara­formann, sem hleypt hefur verið í fjögur ráðuneyti og snýr öllu við sem viðkemur Þriðja orku­pakkanum.

Þá er hann með utanríkisráðherra sem sömuleiðis virðist gangast upp í þjónkun við Evrópusambandið. Léleg voru rök þess manns í gærkvöldi, og léleg verða þau áfram fyrir því alvarlega fullveldis­framsali og þeim fjárhagsskelli á þjóðina, sem myndi hljótast af þessum Þriðja orku­pakka, eins og færustu menn (ekki lög­fræði­strákar sem skoða málið um svo sem eina helgi) hafa leitt í ljós. Sjálfur þegir Bjarni sem fastast, kannski að gaddfreðna í nýju "ísköldu mati"? Og þá mun þjóðin spyrja: Hvað hrekur hann til þess? Hvaða nauðsyn er á þessum bannsettans Þriðja orkupakka? ENGIN fyrir okkur! en áhættan gríðarleg. Farðu að taka pokann þinn, Bjarni, ef þú ræður ekki við að verja þjóðina!

Hér má sjá hvernig Bjarni Jónsson rafmagns­verkfræð­ingur tætir í sig skelfilegan málatilbúnað Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfa­dóttur iðnaðar-, nýsköpunar-, ferðamála- og dómsmála­ráðherra: 

Ráðherra um víðan völl

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Eitt sinn hafði Sjálfstæðisflokkurinn varaformann sem var vonarstjarna flokksins. Sá varaformaður lagði menntakerfið í rúst og einnig Ríkisútvarpið. Þegar því verkefni hennar var lokið flutti hún sig um set yfir í annan flokk.

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn með nýja vonarstjörnu sem varaformann, sá varaformaður hefur verið gerður að allsherjarráðherra. Núverandi varaformaður, allsherjarráðherrann, ætlar ekki að gefa fyrrum varaformanni neitt eftir þegar kemur að því að leggja í rúst það sem hún kemur nálægt.

Þegar landsfundir Sjálfstæðisflokksins samþykkja ályktanir um stefnu flokksins í hinum ýmsu málaflokkum er gert ráð fyrir að þingmenn og ráðherrar flokksins vinni eftir þeim ályktunum. Núverandi formaður flokksins ásamt varaformanni, allsherjarráðherrann, láta samþykktir flokksins ekki flækjast fyrir sér, þau fara sínu fram hvað sem raular og tautar.

Næsti landsfundur flokksins hlýtur að setja nýtt fólk í forystusveit flokksins, vilji flokkurinn halda áfram að vera til og áhrifavaldur í landinu. Við þurfum heiðarlegt og gott fólk sem ber hag fólksins í landinu fyrir brjósti okkur öllum til heilla. Mér og fleirum fyrrum Sjálfstæðismönnum finnst skortur þar á.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2019 kl. 11:48

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Við þurfum haldbær rök fyrir því að innleiða 3. orkupakka ESB, önnur en þau að það geti "komið EES samningnum í uppnám", sem allir vita er hrein vitleysa. Þjóðin stendur með sjálfri sér í þessu fullveldismáli eins og áður. Það er afar sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli standa fyrir þessum ótrúlega samviskulausa framsali á yfirráðum íslensku þjóðarinnar yfir eigin auðlindum og afurðum þeirra - rafmagninu. Það er ekki nóg að eiga auðlindirnar við eigum að stjórna þeim og afurðum þeirra sjálf, óháð öðrum þjóðum. 

Júlíus Valsson, 26.3.2019 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband