Ekki fyrir okkar hönd! Embættismaður getur ekki skuldbundið þjóðina til að lúta ofríki starfshóps SÞ um innflytjendamál

Í vel falinni smá­frétt hád.útv. Rúv* þennan örlaga­dag 10. des. segir að "150 ríki SÞ, Ísland þar á meðal," hafi stað­fest fólks­flutninga­sátt­mála SÞ!

Sátt­mál­inn var ALDREI kynnt­ur hér af hálfu stjórn­valda,** ALDREI kynntur Alþingi né borinn undir atkvæða­greiðslu í þinginu og ALDREI nefnd­ur á nafn í kosn­inga­kynn­ingu flokk­anna fyrir þing­kosning­arnar 2017!

Þessi sáttmáli var EKKI undir­rit­aður fyrir hönd íslenzku þjóð­ar­innar, hún á enga aðkomu að honum, og allar skoðana­kann­anir hér hafa sýnt yfir­gnæfandi andstöðu við hann, m.a. nú síðast sú sem birt var nú kl. 12 í Útvarpi Sögu. 92,9% sögðu þar NEI við spurningunni hvort Ísland ætti að undir­rita sátt­mál­ann, aðeins 5,8% sögðu já, en 1,2% hlutlausir! Í skoðanakönnun, sem staðið hefur yfir á Stjórnmálaspjalli Facebókar, vilja 237 manns, að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, en aðeins 21 er þar andvígur því.

Það ber ótvírætt að hafna þessum samningi sem m.a. felur í sér fullveldis­framsal yfir landamærunum og alvarleg brot á ákvæðum 73. gr. stjórnar­skrárinnar um tjáningar­frelsi, en miklu fleiri ákvæði hans fela í sér stóralvarlegar byrðar á þjóð okkar, efnahag og velferðar­kerfið og sjálfa samsetningu "þjóð­ar­innar" eða öllu heldur íbúatölu landsins, með margföldun innflutnings hælisleitenda og farandfólks. Þetta er t.d. langtum alvar­legra mál en jafnvel hinn hrikalegi Þriðji orkupakki Evrópu­sambandsins! 

Mál þetta stenzt ekki stjórnar­skrá Lýðveld­isins Íslands -- og hvergi neina vestræna stjórnar­skrá í raun, m.a. vegna málfrelsis­ákvæða þeirra. Afglöp þess ráðherra, sem mun hafa sent ráðu­neytis­stjóra forsætisráðuneytisins til óheilla­verks þessa, eru mikil.

* Þessi frétt, sem falin var á eftir umfjöllun um 70 ára afmæli Mann­rétt­inda­yfir­lýsingar SÞ) var enn ekki talin nógu merkileg kl. 17.00 í dag á Rúv til þess að hún hafi náð inn á vefsíðuna Ruv.is, og er það í fullu samræmi við þá ÞÖGGUN sem hefur ríkt um þetta mál víða í Evrópu, en kannski hvergi meiri en hér!

** Jafnvel á fundi í Valhöll 28. nóvember sl. kom fram, að utan­ríkisráðherra hafði ekki kynnt sér sáttmálann (sem er 34 blaðsíður þéttprentaðar), en að hann ætlaði að láta embættismenn sína gera það, áður en hann tæki afstöðu! Sáttmálinn hefur enn ekki verið þýddur á íslenzku, hvað þá kynntur þjóð og þingi! Samt er undir­maður forsætisráðherra látinn uppáskrifa samninginn án umboðs frá þjóð og þingi!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er byrjuð endurtekning á innleggi mínu í Útv. Sögu í morgun, FM 99,4 í Rvík, einmitt um þetta mál, flutningasáttmálann.

Jón Valur Jensson, 10.12.2018 kl. 21:27

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það hlýtur að jaðra við landráð að samþykkja þessa skuldbindingu og eins orkupakkann margnefndan. 

Það er kominn tími til að ráðamenn verði að bera ábyrgð á gjörðum sínum, ekki bara í kosningum.  Nú sýnist mér tilefni mun frekar en þegar Geir H.Haarde var dreginn fyrir landsdóm að skoða það rækilega hvort beita eigi slíkum aðgerðum gegn því fólki sem á að standa vörð um þjóð okkar en hundsar hana ítrekað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.12.2018 kl. 11:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Landsdóm á liðið!  laughing

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 13:47

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ekki samningur því aldrei hefur verið um hann fjallað og þar með aldrei samið.  Það liggur því fyrir að ef slíkur samningur finnst einhverstaðar þá á að kæra undirskrifarann fyrir fals.  

Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2018 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband