Jón Baldvin Hannibalsson: stefna Evrópu­sambandsins "allsherjar-disaster"

"Evrópusambandið ætlaði að sameina þjóðir, en hefur algerlega sundrað þjóðum!" Spyrill: "Þannig að JBH er á móti inngöngu Íslands í ESB?" - JBH: "Ég efa að nokkur vilji það nú, það er fjarstæðukennt."

Þetta kom fram í viðtali Hauks Haukssonar, fréttamanns í Moskvu, við Jón Baldvin í þætti í Útvarpi Sögu í dag (endurtekið seint í kvöld, á FM 99,4). Hann fjallaði um þetta á mörgum orðum, endilega hlustið á þáttinn.

HH: "Evrópusambandið í dag?" -- JBH: "Það er í algerri klessu. Eftir fjármála­kreppuna 2008 hefur það aldrei náð sér sá strik. Tæknilega virkar það ekki - er ekki nothæft." Og hann skýrir þetta með hagfræðilegum atriðum og rökum: ríki þurfi að geta stýrt vaxtastigi og ráðið gengis­ákvörðun og haft sín ríkisframlög. Evrópusambandið hafi þetta ekki. Seðlabanki Evrópu (ESB) sé "ekki einu sinni almennilegur seðlabanki". Þetta hafi þau áhrif innan ESB, að það sé Þýzkaland sem ráði, "og það þýðir að öll hin löndin eru í spennitreyju."

"60 milljónir starfa eru horfnar!" (í Evrópusambandinu). Vá, þvílíkt!

Sannarlega fróðlegt og kannski einna helzt fyrir Benedikt Jóhann­esson og félaga hans í tímaskekkju­flokknum "Viðreisn"! Og þeir fengu nú aldeilis yfirhaln­inguna, sennilega hjá fyrrverandi seðlabankastjóra, í þessum tilvitnuðu skrifum í gær!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband