Beint flug til að fylgjast vel með nýjustu ESB-línunni; unnið þvert gegn þjóðarvilja með Rússaandstöðu

Nú líður þeim, sem eru með hjartað í Brussel, trúlega snöggtum betur að geta skroppið þangað í beinu flugi þrisvar í viku og náð sér í nýjustu línuna, t.d. um Úkraínu sem er efst á óskalista Evrópusambandsins um lönd sem það ágirnist.

Sannarlega lá sú fulla meining að baki ummælum forseta sjálfs ráðherraráðs Evrópusambandsins, Hermans van Rompuy, þegar hann sagði opinberlega: "Úkraína á heima í Evrópusambandinu!" En með því var tónninn gefinn um ásælni ESB við yfirstjórnina í Kænugarði og valdarán framið ekki löngu síðar, eftir vel borguð mótmæli á aðaltorginu þar.

Og svo er utanríkisráðherra Íslands farinn að þjóna þessu Evrópusambandi í ætlunarverki þess, þvert gegn vilja íslenzku þjóðarinnar! Og ekki aðeins hann, heldur öll utanríkismálanefnd með honum, þar með taldir áheyrnarfulltrúar "Bjartrar framtíðar" og PÍRATA, sem í þessu máli eru ekki aðeins að þókknast Brussel-mönnum, heldur einnig Bandaríkjastjórn. Sér er nú hvert sjálfstæðið í pólitík þessa yngsta flokks og umhugsun um að standa með þjóðarvilja!

Gjá hefur myndazt milli þjóðar og þings í þessu viðskiptabanns-máli. Einungis einn þingmaður hefur hingað til tekið opinberlega afstöðu gegn viðskipta­þvingunum við Rússland: Vestmannaeyingurinn Ásmundur Friðriksson (D).   En hvað vill nefndarmaðurinn Frosti Sigurjónsson (B) segja um málið? Sér hann ekki, að hér á Framsóknarflokkurinn að taka afstöðu með þjóðarviljanum, eins og hann gerði í Icesave-málinu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Brussel árið um kring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband