Höfuðfjandi þjóðarbúsins er ekki í Moskvu, heldur miklu fremur í Brussel

ESB beitti sér margfaldlega og af hörkulegri ófyrirleitni gegn okkur í Icesave-málinu. Frá upphafi reyndi það að hindra makrílveiðar okkar, lét strax eins og það hefði forræði yfir makríl í íslenzkri efnahagslögsögu! -- vildi bara "leyfa" okkur 2–3% veiðanna í N-Atlantshafi, en mætti fullri andstöðu Jóns Bjarnasonar ráðherra (sem ESB tókst kannski seinna að hrekja úr ráðherrastóli) og veifaði hótun um viðskipta- og löndunarbann gegn okkur (og beitti því gegn Færey­ingum)! -- en varð svo vegna staðfestu okkar að sætta sig við að "bjóða" okkur 7% og seinna rúml. 11% veiða stofnsins og loks að horfa upp á okkur veiða enn meira.

Nú er Evrópusambandið að reyna að ná makrílveiðum okkar niður í næstum ekki neitt á ný! -- og þetta kemur líka niður á annarri fisksölu héðan til Rússlands -- með stuðningi okkar undarlega illa áttuðu ríkisstjórnar og Sexflokksins alls! (Pírata og BF meðtalinna). Hvort er það hlutverk þessara stjórnmálaflokka að vinna fyrir þjóðarhagsmuni gegn þeim?

Friðsamleg hertaka Krímskagans er sízt alvarlegra mál en loftárásir Frakka á Líbýu. Það var stjórnarskrárbrot hjá Nikita Khrústsjëv, þegar hann "gaf" Úkraínu Krímskagann 1954 án þess að spyrja rússneska, yfirgnæfandi meirihlutann þar eins eða neins. Ætlar ESB-vinurinn Gunnar Bragi Sveinsson að styðja viðskiptabann á Rússland vegna þessa út sína þingmennskutíð?! Býst hann í alvöru við, að Rússar "skili" Krímskaganum, þótt mikill meirihluti íbúa þar vilji það ekki?!

Og þarf Gunnar Bragi í alvöru að þjóna óskum Bandaríkjanna og ESB með því að reyna að draga hér úr hvalveiðum? Hvað er hann að skipta sér af málaflokki Sigurðar Inga Jóhannssonar? Menn hafa skáldað það upp hér, að það sé enginn hagnaður af hvalveiðum, en ekki aðeins gefa þær af sér drjúga skatta (fyrirtækja og vel launaðra manna), heldur var tapið í fyrra á Hval hf. ekki nema 87 milljónir króna, en yfir tveggja milljarða króna verðmæti í birgðum fyrirtækisins, og þær birgðir eru nú í flutningaskipi á leið norðaustur fyrir Síberíu í sölu til Japans.

PS. Þótt gúglað sé eftir nýlegum fréttum af þessu máli á Mbl.is, kemur ekkert í ljós, þótt leitað sé að "Rúss", "makríl" eða "viðskipta", ekkert nema ýmist óviðkomandi efni eða 1) vefgrein Jóns Bjarnasonar, fv. ráðherra, um málið og 2) ensk frétt á Iceland Monitor, sem EKKI er hægt að blogga við! Er þetta mál svona mikið feimnis- og launungarmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Ekkert er minnzt á það í leiðurum Mbl. í dag. Af sjálfstæðismönnum veit undirritaður aðeins um andstöðu fjögurra manna við þetta viðskiptabann: Ásmundar Friðrikssonar alþm., Jóns Magnússonar hrl., fv. alþm., Ívars Pálssonar viðskiptafræðings og Gústafs Níelssonar -- og mæla má hér með tilvísuðum tenglum á greinar Jónanna tveggja og ekki sízt Ívars).

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband