Evrópumálaráðherra Þýzkalands með frekleg afskipti af íslenzkum innanríkismálum

Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands.

Gróf var ræða ráðherrans Michaels Roth í Sjónvarpinu kl. 19.* Greinilega kastaði hann boltanum til stjórnarandstöðunnar hér. En það er ekki hans að segja okkur fyrir verkum um hvort Alþingi eigi að taka afstöðu til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að hætta við Evrópusambands-umsóknina. Hann á hvergi nærri þessu að koma.

Roth: "Við verðum að virða það, að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að halda ekki áfram aðildarviðræðum við ESB [hér var þýðingin í Sjónv. ónákvæm!]. Við hörmum þetta, ég hefði óskað mér, að Ísland gengi í Evrópusambandið, það þjónar sameiginlegum hagsmunum okkar allra [BEINN ÁRÓÐUR! -- innsk. jvj], og það hefði Ísland vel getað gert."

"En er Ísland enn í hópi umsóknarríkja?" spurði fréttamaður. Svar hans:

  • "Það þurfa Íslendingar sjálfir að skera úr um. Við höfum fengið skýr boð frá íslenzku ríkisstjórninni bréfleiðis, en þetta er mál sem Íslendingar þurfa að ræða innanlands. Ísland er lýðræðisríki og þarf að útkljá þetta. Þetta mál þarf líka að ræða í þinginu, [allt sýnir þetta afskiptasemi hans! -- jvj] og ég vil engu við það bæta."

Þá hafði fréttakonan þetta ennfremur eftir ráðherranum, í frásögn hennar:

  • "Michael Roth segir jafnframt að Íslendingar þurfi sjálfir að svara þeirri spurningu, hvort þingið þurfi að samþykkja það að aðildarumsókn sé dregin til baka. Hann segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri fengur fyrir sambandið, stærð landsins skipti ekki öllu máli. Hann segist viss um, að þegar ESB komist fyrir tímabundna erfiðleika, muni umræðan um aðild vakna á ný hér á landi."

Ráðherrar annarra ríkja eiga ekki að misnota kurteisisheimsóknir hingað til að vera með puttana í innanríkismálum okkar. Slíkt er engin kurteisi, sízt þegar verið er gefa stjórnarandstöðu undir fótinn með að halda áfram að herja á ríkisstjórnina.

* http://ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20150511 : frá 15:05 mín.; en frá 13.35 mín var umfjöllun þar um flóttamanna-vandamál Evrópusambandsins og nýjar tillögur um inntökukvóta landanna á flóttamönnum, og miðað verður þar við a) þjóðarframleiðslu, b) íbúafjölda, c) atvinnuleysis-hlutfall og d) fjölda flóttamanna sem fyrir eru í landinu; takið eftir, að ef reynt yrði að þvinga þessum flóttamannakvótum upp á Ísland sem EES-og Schengen-ríki, þá myndi íbúafjöldahlutfall (um 1/1580 af fólksfjölda alls EES-svæðisins) ekki eitt sér ráða, öll hin atriðin, a-, c- og d-liðir, myndu hækka fjöldann umtalsvert sem okkur yrði ætlað að taka við sem flóttamönnum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Virða afstöðu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er mikill útúrsnúningur úr orðum Roths. Það sem hann er einfaldlega að segja er að ESB tekur ekki afstððu til þess hvort ríkisstjórnin hafi til þess pólitískt umboð að segja upp aðildarviðræðum helsur þurfi ESB að fá skýr svör þess efnis frá Íslendingum. Bréf stjórnarsndstöðunnar þar sem fulyrt er að ríkisstjórnin hafi ekki valdheimildir til þess setur ESB í fullkomna óvissu með það hvort Ísland hafi í raun slitið aðildarviðræðum eða hvort þetta sé bara til upplýsingar um vilja ríkisstjórnainnar. 

Við Íslendingar erm ekki sammála um það hvort ríkisstjórnin hafi þessar valdeheimildir eða ekki. Gleymum því ekki að hjá öllum alvöru líðræðosríkum þá kæmi aldrei til greina að ríkisstjórn gengi framhjá Alþingi með þeim hætti sem þarna var gert. Slíkt gerist bara hjá bananalýðveldum. Þegar svo kemur umrætt bréf frá stjórnarandstöðunni þá setur það ESB í enn meiri óvissu með það hvort Ísland sé í raun búið að slíta aðildarviðræðunum.

Það sem Roth er hér að segja er einfaldlega það að ESB vilji fá skýr svör um hvernig valdheimildir ríkisstjórnarinnar eru og vilji fá þau svör frá Alþiongi enda mikill ágreiningur meðal lögfræðinga og stjórnmálafræðinga hverjar þessar valdheimildir eru og því vart hægt að fá skýr svör sem ekki er ágreiningur um hér á ladi úr þeirri átt.

Sigurður M Grétarsson, 12.5.2015 kl. 07:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með orðum þínum, SMG Evrópusambands-taglhnýtingur: "Bréf stjórnarsndstöðunnar þar sem fulyrt er að ríkisstjórnin hafi ekki valdheimildir til þess setur ESB í fullkomna óvissu með það hvort Ísland hafi í raun slitið aðildarviðræðum eða hvort þetta sé bara til upplýsingar um vilja ríkisstjórnarinnar," ertu í raun að fullyrða, að stjórnarandstöðunni hafi tekizt sitt ráðna skemmdarverk áákvörðun ríkisstjírnarinnar og að ráðherrann Roth sé að staðfesta það. En Roth á ekkert með að segja Íslendingum til um það, sem við eigum að gera.

Taktu eftir, að hann gerir þetta í Sjónvarpi (og víðar) fyrir framan alla landsmenn, ekki í viðtali við fulltrúa ríkisstjórnarinnar.

Og hann notar einnig tækifærið til að agitera fyrir Evrópusambandinu, fullyrðir, að "það þjón[i] sameiginlegum hagsmunum okkar allra"! Með því gengur hann fram hjá þeirri staðreynd, að af öllum ríkjum hefði Ísland minnst að vinna og mestu að tapa með því að ganga í Evrópusambandið.

Hann segir ennfremur að "stærð landsins skipti ekki öllu máli," gefandi þar berlega í skyn, að landið sé lítið (og er þó stærra en Portúgal, Austurríki, Tékkland, Írland, hvert einasta baltnesku landanna þriggja, Lúxemborg o.fl. ESB-lönd*), en hann sleppir að nefna hitt, að fiskveiðilögsaga Íslands er meira en sjöfalt stærri en landið sjálft og að hún er óheyrilega dýrmæt fyrir þjóðina, en yfir henni fengi Evrópusambandið ráðandi áhrif með því, sem kallast svo sakleysislega "aðild".

Inntaka í Evrópusambandið er allt annað og meira en aðild að einhverju félagi eða þjóðaklúbbi!

Þessi maður mætir hér sem lúmskur, ófyrirleitinn áróðursmaður, en vitaskuld er hann varinn í því hlutverki sínu af þægum þjónum Brusselvaldsins.

* Sbr. hér: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_and_dependencies_by_area

 

Jón Valur Jensson, 12.5.2015 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband