Umsögn Samtaka um rannsóknir á ESB um hina margumræddu þingsályktunartillögu utanríkisráðherrans (send Alþingi)

Umsögn 

Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland (kt. 520811-1090) 

um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, herra Gunnars Braga Sveinssonar, um að hætta beri aðildarumsókn Íslands að ESB

 

 

I: Löggjafarvaldið skal vera í okkar höndum

Það var grundvallaratriði í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og 20. öld að leitazt var við að fá fullt löggjafarvald aftur inn í landið.

Jón Sigurðsson komst svo að orði í grein í Nýjum félagsritum 1858 (s. 209), að við Íslendingar "eigum að réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skilið". En stuðningsmenn umsóknar hins nauma meirihluta Alþingis 2009 vilja inntöku Íslands í stórveldabandalag sem strax í aðildarsáttmála krefst æðstu og ráðandi löggjafarréttinda yfir landinu!

Þetta síðastnefnda er fullkomlega ljóst af þeim aðildarsáttmálum, sem norska ríkisstjórnin, sú sænska, hin finnska og hin austurríka undirrituðu árið 1994 (en norska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu). Þar segir strax, rétt við upphaf textans:

"Community law [lög Sambandsins, þ.e. ESB] takes precedence over any national provisions which might conflict with it." Þetta felur í sér, að Evrópusambandslög geta í reynd ógilt alla andstæða lagasetningu aðildarlandanna. Nánar tiltekið segir þarna í aðildarsáttmálanum:

  • "... in joining the European Union, the applicant States accept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objectives, all decisions taken since the entry into force of the Treaties establishing the European Communities and the Treaty on European Union and the options taken in respect of the development and strengthening of those Communities and of the Union;"
  • "... it is an essential feature of the legal order introduced by the Treaties establishing the European Communities that certain of their provisions and certain acts adopted by the institutions are directly applicable, that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it, and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law."

Þetta allt og fjöldamargt annað um aðildarsamninga Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis (1994) mátti a.m.k. til skamms tíma lesa á þessari vefslóð: http://eur-lex.europa.eu/en/treaties/dat/11994N/htm/11994N.html#0001010001 (án efa eru skjöl aðildarsáttmálanna til í vörzlu Alþingis).

Af þessu er ljóst, að ESB-lög eru forgangslög á öllu ESB-svæðinu (takes precedence over any national provisions which might conflict with it), en hvað gerist í tilfellum ágreinings um, hvort árekstur sé milli ESB-löggjafar og aðildarríkisins? Jú, þá er túlkunarvaldið Evrópusambandsins, ekki neins gerðardóms milli aðildarríkisins og ESB. Það er nefnilega engum þátttökuríkjum í sjálfsvald sett, hvernig þau túlki lög Evrópubandalagsins, heldur eru þegar til staðar e.k. afgreiðsluleiðir eða vinnuferli ("procedures") sem tryggja [Evrópusambandinu] það, að lög þess haldi fullri virkni sinni og að þau haldist ein og óskipt, þ.e.a.s. að ekki myndist frjálsar og mismunandi túlkunarleiðir, sem einstök ríki geti valið sér að geðþótta, af því að þau henti eiginhagsmunum þeirra.

Inngöngusáttmálinn tryggir því fyrir fram, að túlkun bandalagsins sjálfs fái að ráða, rétt eins og hitt grundvallaratriðið, að lög þess fá ævinlega forgang og ráða úrslitum alls staðar þar sem þau rekast á löggjöf landanna sjálfra í bandalaginu ("Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it").

Það verður ekki haldið og sleppt: þ.e. verið með æðsta löggjafarvald hér, eins og kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrár okkar og allnokkrum greinum þar í viðbót, og verið svo meðlimaríki í stórveldi, sem áskilur sjálfu sér – ekki okkur – æðsta löggjafarvald. Grundvallarviðmið Jóns Sigurðssonar forseta: að við Íslendingar "eigum að réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skilið", væri þá ekki lengur virt hér í stjórnsýslu okkar og af Alþingi sjálfu. Og þessi fullkomnu löggjafarréttindi okkar, sem okkur tókst að afla okkur í sjálfstæðisbaráttunni og notuðum m.a. með svo farsælum árangri í fjórum útfærslum fiskveiðilögsögu okkar frá 1952 til 1975, úr 3 í 200 mílur, þessi fullkomnu löggjafarréttindi vilja nú ýmsir alþingismenn feig!

Jafnvel þótt framsal stjórnvalds og dómsvalds til Evrópusambandsins í málfnum sjávarútvegs og landbúnaðar væri gríðarlegt afsal sjálfræðis okkar og jafnvel einokunar-nýtingarréttar okkar og framtíðar-eignarhalds á fiskveiðiréttindum hér, þá er hið almenna afsal æðstu löggjafarréttinda Íslands, sem fólgið væri í undirritun aðildarsáttmála með ofangreindu innihaldi, ennþá alvarlegra mál, eins og augljóst á að vera orðið af framangreindu. Sá, sem ræður lögum þjóðar, ræður og með næsta auðveldum hætti framtíð hennar.

Því ber að afturkalla þessa umsókn Össurar Skarphéðinssonar og félaga hans, enda er þjóðin í engri slíkri neyð í því verkefni sínu og hlutskipti að vera sjálfstæð, sem líkja megi við neyð Nýfundnalendinga, þegar þeir um 1950 samþykktu að land þeirra yrði hluti af Kanada. 

II: Alvarleg lagabrot, jafnvel gegn sjálfri stjórnarskránni, áttu sér stað með umsókninni um aðild að ESB árið 2009

Ekki dregur það úr nauðsyn afturköllunar umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið, að hún mun ekki hafa átt sér stað án alvarlegra stjórnlagabrota og brota á alvarlegasta kafla almennra hegningarlaga, landráðalaga-bálkinum.

16.-19. gr. stjórnarskrárinnar hljóða þannig (leturbr. hér): 

  • 16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
  • hk.jpg Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
  • 17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
  • 18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
  • 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

Af þessu og eðli alls ESB-málsins (þ.e. umsókn hluta alþingismanna 2009 um upptöku landsins í ríkjabandalag, stórveldi sem gerir m.a. kröfu til æðstu og ráðandi löggjafarréttinda) er augljóst, að þingsályktunartillöguna um ESB-umsóknina átti skv. 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins að bera undir forseta Íslands og leita undirskriftar hans undir það skjal

Það var ekki gert, heldur var ákveðið að fara fram hjá lögformlegum ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar þar um og síðan hlaupið til útlanda með umsóknina og hún lögð fram hjá ESB-fulltrúum og það tvisvar, en án samþykkis forseta lýðveldisins. Fyrir þessu framferði var helzti gerandinn, þáv. utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, ekki einn ábyrgur, heldur öll ríkisstjórn (ráðuneyti) Jóhönnu Sigurðardóttur.

 

Þá verður að benda á, að sjálfur form. stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Árni Páll Árnason, hefur viðurkennt vissa hluti í þessu sambandi sem eru sjálfum honum og Samfylkingu dómsáfellir, þ.e.a.s.: hann viðurkenndi sjálfur, að aðildarviðræður við Evrópusambandið voru mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrárinnar. Ergo bar honum að mótmæla því, að þetta mikilvæga stjórnarmálefni var EKKI borið undir forseta Íslands í ríkisráðinu.

Sjá nánar hér: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!  = http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618/

Hér var einnig vikið að landráðalögunum, og skal þar minnt sérstaklega á þessa vefslóð um þau mál: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/590474/

Ennfremur virðist sem 48. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið brotin í júlí 2009, þegar nokkrir þingmenn VG voru, að því er virðist, neyddir til að greiða atkvæði á móti sannfæringu snni, eins og frásagnir eru til af og vottað nánast af þeim sjálfum, sumum hverjum, þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu – að vísu ekki grátandi eins og Árni Oddsson lögmaður 1662, en tveir þingmenn eru þó sagðir hafa fellt tár út við vegg í þessum hremmingum.

Þessi hugsun um ólögmæti umsóknarinnar frá 2009 hefur einnig verið sett fram með öðrum hætti af félagsskapnum Samstaða þjóðar, í kærubréfum til ríkissaksóknara 23. janúar og 8. febrúar 2014, sbr. grein eftir Loft Altice Þorsteinsson verkfræðing í Morgunblaðinu 6. marz 2014 og hér á netinu: http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1361765/ , þar sem segir m.a.:

"Brot á stjórnarskrá þjóðarinnar leiðir til ákæru fyrir Landsdómi.

Með tilraunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að innlima Ísland í Evrópusambandið, var ekki bara rofinn trúnaður við almenning heldur var framkvæmd umsóknarinnar brot á stjórnarskrá þjóðarinnar. Umsóknin sem undirrituð var af Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur var stjórnarerindi af hæstu gráðu og samkvæmt 19. grein Stjórnarskrárinnar skal forseti landsins undirrita öll stjórnarerindi. Forsetanum var haldið frá að gegna stjórnarskrár-bundnum skyldum og meinað að undirrita umsóknina. Þetta stjórnarskrárbrot kærði »Samstaða þjóðar« til Ríkissaksóknara með bréfum 23. janúar 2014 og 8. febrúar 2014, sjá hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1349610/)."

III: Þingmeirihlutinn hefur valdið til afturköllunar ESB-inntökuumsóknarinnar

Þetta vald fekk stjórnarmeirihlutinn –– og þeir aðrir þingmenn, sem kynnu að greiða þált. núv. utanríkisráðhr. atkvæði sitt –– í innan við ársgömlum kosningum. Upphlaup Samfylkingaraflanna með smölun á mótmælafundi, ásamt afar viðamikilli auglýsingaherferð, m.a. á netinu og ljósvakamiðlum og heilsíðuauglýsingum dagblaða – auglýsingaherferð sem ekki er upplýst, hvaða aðilar borgi –– á sízt alls að hrekja þingmeirihlutann frá því að greiða um þessa þált. atkvæði skv. sannfæringu sinni, eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013 og flokksþing Framsóknarflokksins lýstu einnig yfir sem stefnu sinni, þ.e. að afturkalla bæri umsóknina frá 2009.

IV: Sjálfhætt er umsókninni vegna sjávarútvegsmála okkar

Smánarlegt er að verða vitni að því, að í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um þessi mál skuli byggt á sögusögnum ónafngreindra embættismanna í Brussel, jafnvel um fullyrðingar um rétt okkar Íslendinga til fiskveiðilögsögunnar hér, fullyrðingar sem ganga í berhögg við sjálfan Rómarsáttmálann og einnig ummæli ýmissa æðstu ráðamanna Evrópusambandsins, sbr. þetta:

„Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins, og Össur Skarphéðinsson gerði sig að aðhlátursefni með því að svara efnislega, að það væri ekkert mál að semja um varanlegar undanþágur.

Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við:  “Að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins.

Þetta er í fullu samræmi við orð dr. Stefáns Más Stefánssonar prófessors í Evrópurétti við lagadeild HÍ, sem ritar t.d. í bók sinni Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (2011), s. 66: 

"Um varanlegar undaþágur frá reglum ESB.  Skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfestir að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undaþágur að ræða, hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála." (Nánar þar.)

Helztu forsvarsmenn ESB hafa alla tíð verið ærlegir gagnvart Íslendingum um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir ESB. Í Fréttablaðinu 8. nóvember 2009 sagði Olli Rehnstækkunarstjóri ESB, að það væru:  Engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu.” 

Emma Bonino, framkvæmdarstjóri sjávarútvegsmála ESB, var í viðtali við Morgunblaðið 1995 þegar hún sagði að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni, heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Orðrétt sagði hún: “Meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrir alla.”

Umsókninni er því sjálfhætt af þessum ástæðum, enda væri framhald aðildarviðræðnanna komið í beina mótsögn við skilmála utanríkismálanefndar fyrir umsókninni 2009, þ.e. að við héldum okkar yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni.

Niðurstaðan er augljós: Afturkalla ber hina vansæmandi umsókn um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. 

Að nú sé að myndast grátkór nokkurra þingmanna, þ.m.t. formanns Vinstri grænna (!), yfir því, að sé umsóknin dregin til baka, sé ekki hægt að byrja slíkt á ný án þess að sækja aftur um –– með meiri fyrirhöfn, þar sem slík umsókn þurfi á ný að fara fyrir stjórnvöld allra ESB-ríkjanna –– er engin ástæða til að hika við þetta mál, heldur þvert á móti gefst þar tækifæri –– einmitt vegna ákvæðis í þingsályktunartill. núv. utanríkisráðherra –– til að gera það, sem trassað var viljandi árið 2009, þ.e. að bera umsóknina sjálfa undir þjóðaratkvæði hér. Að vinstri flokkarnir óttist það, á ekki að vera nein ástæða til að hrekjast frá þeirri grundvallarhugsun. Raunar ætti að krefjast aukins meirihluta til slíkra mála, sem stefna í fullveldisframsal, og t.d. eru Norðmenn með ákvæði um aukinn meirihluta í Stórþinginu til slíkra mála (2/3 atkvæða eða 3/4, eftir alvöru þeirra).

 

Virðingarfyllst, 8. apríl 2014,

stjórn Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland,

Jón Valur Jensson, formaður, Guðmundur Jónas Kristjánsson, gjaldkeri, Halldór Björgvin Jóhannsson, meðstjórnandi.

Formaður undirritar með bleki umsögnina f.h. stjórnarmanna,

Rvík, 8. apríl 2014,

(sign.)



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Valur. Vel mælt. Ég hef einhvernmegin á tilfinningunni að við verðum að berjast aldrei sem fyrr en þessir ESB sinnar eru farnir að ná ansi langt þessum netheimi.Gætum við öll sameinast undir einn skráningarskildan hatt þótt við vinnum öll á okkar hátt áfram en eit félag sem hægt er að virkja í heild og í dag er okkur ógnað sterklega af ESB sinnum. Sjá því til stuðnings. Þeir gátu tafið þingsáltktuartillöguna og látið okkur eyða milljónum í skýrslur er andstæðingarnir lásu ekki einusinni.

Valdimar Samúelsson, 16.4.2014 kl. 08:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér er það orðið löngu ljóst að nú dugar ekkert nema heildarsamtök um “frelsun Íslands frá Esb”

Er með leikið myndband í huga um ástandið/eyðilegginguna, ef esb, næði tangarhaldi á landinu

Fátt er ömurlegra en fréttamyndir af sorgmæddum almenningi,leiksoppum átaka um yfirráð.

EN EKKERT ER EINS ÁTAKANLEGT OG AÐ HAFA GETAÐ BJARGAÐ MEÐ ANDSTÖÐU,EN LÁTIÐ ÞAð

UNDIR HÖFUÐ LEGGJAST. TAKK FYRIR PISTILINN JÓN VALUR.

UNDIR HÖFUÐ LEGGJAST. TAKK FYRIR PISTILINN JÓN VALUR.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2014 kl. 12:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er afskaplega erfið orðin rellan mín, en hún hefur tekið ráðin hér á bæ og tvítekur síðustu málsgreinina.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2014 kl. 12:54

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir innleggin ykkar beggja, Valdimar og Helga, baráttufólks.

Sannarlega er ekki sparað mútuféð og smurningsféð til að smyrja hugi Íslendinga. Þetta á við um IPA-styrkina að hluta (milljarðar þar), rekstrarfé "Evrópustofu" (sem er einbert áróðursnafn um tvö stykki, hið syðra og nyrðra, af Evrópusambands-áróðursstofnunum), en það fé hefur nýlega og skyndilega aukizt, með ákvörðunum "hið efra" (og þó í Brussel) úr 230 milljónum króna í 460 milljónir! Í 3. lagi eru svo Brussel-boðsferða-mýkingarstyrkirnir og ekki þeir einir, heldur fé sem greitt aukreitis, til viðbótar við dagpeningana! -- sbr. þetta innlegg mitt á vefsíðu mikið lesins bloggara í fyrrinótt:

"Það er sízt til fremdar Sjálfstæðisflokknum, ef hann vill rísa undir nafni, að hafa ESB-innlimunarsinna sem oddvita borgarstjórnarframboðsins.

Málin eru verri en þau virtust vera skv. hinni afhjúpandi greins Jóns Bjarnasonar, fv. ráðherra, í Fréttablaðinu 9. þ.m.: Að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ekki einasta fá íslenzkir boðsgestir Evrópusambandsins í Brussel fríar flugferðir, fría hótelgistingu með mat og dagpeninga, heldur fá sumir þeirra einnig brúnt peningaumslag, sem þeir þurfa ekki að kvitta fyrir, um 400–500 evrur almennt, en mismikið þó í umslögunum, mun meira (var mér sagt í dag af náinni heimild) til þeirra sem stýra Sambandi íslenskra sveitarfélaga og leiðandi manna í nokkrum kaupstöðum, m.a. Kópavogi. Fylgdi sögunni, að mörgum þyki það annarlegt, að af þessum aukatekjum borgi sjálfir sveitarstjórnarmennirnir ekkert útsvar, en uni því mætavel.

Ég tek undir fyrirsögnina hjá Jóni Bjarnasyni og grein hans alla, sem virðist þó aðeins snerta toppinn á ísjakanum."

Jón Valur Jensson, 16.4.2014 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband