Við gjöldum fyrir reglugerðarfargan og viðskiptahindranir ESB, m.a. gegn bandarískum barnabílstólum!

Birgir Steingrímsson á þetta glögga innlegg á Eyju-vefsíðu í dag:

ESB leggur á tolla og er með margskonar viðskiptahindranir til að koma í veg fyrir samkeppni frá ríkjum utan sambandsins. Nýjasta dæmið er hvernig komið er í veg fyrir að almenningur á Íslandi geti keypt góða og ódýra barnabílstóla frá USA, en er þvingaður í staðinn til að kaupa barnabílstóla frá Evrópu á uppsprengdu verði. Staðreyndin er sú að lífskjör almennings í Evrópu eru að hrynja vegna reglugerðarfargans og ofurskattlagningar. Gott dæmi um hverskonar áhrif reglugerðarfarganið er að hafa á atvinnustarfsemi á Íslandi er sú staðreynd að einstaklingur hefur beðið eftir leyfi til að hefja kræklingaræktun í 5 ár og ekki enn fengið leyfið! Nýja byggingarreglugerðin er annað dæmi og svo má lengi telja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Mikið get ég verið þér sammála um þetta. Ég hef rekið mig á þetta í matvöruverslunum líka, og ekki bara vegna ESB heldur líka það að innflytjendur matvara hér á landi eru einnig stórir eigendur smásöluverslunar. Ég var að versla í bænum og varan sem ég spurði eftir var ekki til.þá benti stúlkan sem afgreiddi mig mér á að fara í Bónus, því þar væru til vörutegundir sem Hagar flyttu inn en héldu einungis í sínum búðum en seldu ekki til samkeppnisaðila. Ef þetta er satt er þetta líka ein af ástæðum þess að vöruverð er svona geðveikt hér á landi. Ég er hrædd um að fólk verði að sækja í góðar launahækkanir til að mæta þessari geðveiki.

Sandy, 5.7.2013 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband