Samfylking: flokkurinn sem má blygðast sín gagnvart fullveldissinnuðum Íslendingum

Sá Össur Skarphéðinsson, sem með gróflegum hætti tók fundarstjórn yfir drjúgan tíma í Sjónvarpi í fyrrakvöld, greip fram í og hélt svo uppi ítrekuðum spurningum í ræðutíma annarra, fyrir utan ýmis billeg eigin rök, reynir nú að spana Samfylkingarmenn upp í að skrökva því að þjóðinni, að vinstri stjórnin hafi "unnið afrek"!

Ekki bað hann flokksmenn sína, þrátt fyrir fríverzlunarsamnng við Kína, að fyrirgefa sér frumhlaup Samfylkingar-þingmanna með ólögmætri ESB-inntökuumsókn og þvingun Vinstri grænna undir það jarðarmen, sem síðan hefur kostað okkur á annan milljarð í ríkisútgjöldum.

Nei, áfram skal haldið, og með hjálp "hagstæðra" "fréttamanna" á bæði Ríkisstjórnarútvarpi og 365-fjölmiðlum er reynt að standa áfram gegn þeim 70% þjóðarvilja: að fara EKKI inn í ESB, með því að halda því sífellt fram, að við getum ekkert vitað um "endanlegan samning", fyrr en hann hafi allur verið skrifaður, og þess vegna þurfi að "halda samningaviðræðum áfram"! Þessu trúa mjög margir þeirra, sem vilja í könnunum halda þessu ferli áfram.

Því er svo haldið fram, að við "fáum pakkann" eftir 1-2 ár -- eitt ár segja þeir, sem ljúga hér blákalt, gegn mati aðalmannsins Stefáns Hauks Jóhannessonar, sem bendir á, að þetta taki tvö ár, enda er aðeins 11 af 33 eða 35 "köflum" lokið á þremur árum. Á þá að ljúka 22 (þar á meðal þeim erfiðustu) á einu ári?!! Gleymið því, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir! -- nær væri að tala um þrjú ár!

Svo verður ekki um neinn "samning" að ræða. Lagaverk Evrópusambandsins er "non-negotiable" með þess eigin orðum! Fyrirbærið heitir ekki "samningur" á erlendum málum, heldur accession treaty (inntökusáttmáli), sem er sami accession treaty eins og hjá öðrum nýjum ESB-ríkjum (enda gjarnan gerður við nokkur þeirra í einu, sbr. HÉR : ríki sem við öll þekkjum!), með örfáaum undantekningaratriðum fyrir hvert ríki og þá að meirihluta til tímabundnum.

Hvað eru t.d. komin mörg raunveruleg samningsatriði út úr þessum 11 loknu köflum? Er það ekki einhver sægur af íslenzkum hagsmunamálum, sem náð hefur þar í gegn? Nei, því er ekki að heilsa, heldur einungis fjögur atriði skv. Stefáni Hauki Jóhannessyni! Flest eru þau alger smáatriði í íslenzku þjóðlífi og þjóðarbúskap, eins og : að við höldum hér fyrirkomulagi okkar á áfengis- og tóbakssölu, sem og, að EF við förum út í að selja rafmagn til meginlandsins með sækapli, þá megum við sækja um styrk til þess! Já, upp á náð og miskunn Evrópusambandsins! Og þriðja: að Ísland fái að hafa sína sérútfærslu á reglum um frjálsa för vinnuafls. Einungis fjórða atriðið virðist þungvægt: að Ísland sé og verði herlaust land. En sá texti er reyndar teygjanlegur, og í svörum Stefáns um þessi fjögur atriði liggur almennt ekki fyrir, hvort þau verði varanleg eða tímabundin. (Flestar undanþágur Möltu, sem varð meðlimaríki ESB 1.5. 2004, eru t.d. nú þegar útrunnar.)

Af hverju tók Össur ekki þennan "poka" með atriðunum fjórum með sér til að "opna" hann á Samfylkingarfundinum? Af hverju auglýsti hann ekki þennan "glæsilega árangur" og þessi "afrek" í þættinum í Sjónvarpi í fyrrakvöld, til að sýna, að hans menn, ESB-predikarinn Þorstein Pálsson & Co., lögðu ótrúlega mikið á sig til að fá ómetanlega hluti í aðra hönd fyrir okkur Íslendinga gegn því lítilræði að lofa upptöku 100.000 blaðsíðna af lögum og reglugerðum Evrópusambandsins ... og að halda síðan áfram að taka við ÖLLUM lögum og tilskipunum þaðan til eilífðarnóns! ... og að lofa því, að þau lög skuli hafa allan forgang fram yfir íslenzk lög, ef þau rekast hver á annars horn!

Samfylkingin hefur trúlega brotið stjórnarskrána ítrekað í þessu ESB-"ferli" sínu, eins og leidd hafa verið rök að hér á vefsetrinu. Slíkt á ekki að afsaka né að klappa yfir það á fundum Samfylkingar og í meðferð hlutdrægra fjölmiðlamanna, heldur er þetta trúlega Landsdómsverkefni og það án tafar.

PS. Og vegna orðalags ráðherrans -- sem er að missa umboð sitt þrátt fyrir stjórnunartakta sína, sem nefndir voru hér fyrst í greininni -- já, vegna orðalags hans* í neðangreindri frétt alveg undir lokin, þá má spyrja hér að lokum: hve margir eru "fleiri en færri", Össur Skarphéðinsson? En slík grautarhugsun á kannski ágætlega við í höfði þessara ringluðu, úrræðalitlu evrókrata.

* "Ef það tekst þá munu fleiri en færri vakna steinhissa morguninn eftir kosninganóttina." 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bognar stundum en brestur aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rúv-frétt í dag: Atvinnuleysi á Spáni meira en 27%

Þar segir m.a.: "Á síðasta ársfjórðungi í fyrra var atvinnuleysið 26,2%. Atvinnulausum fjölgaði um tæplega 240 þúsund milli ársfjórðunga og eru nú 6,2 milljónir án vinnu á Spáni. Búist er við að atvinnulausir í Frakklandi hafi aldrei verið fleiri en nýjar tölur þaðan eru væntanlegar síðar í dag."

Jón Valur Jensson, 25.4.2013 kl. 12:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hér er önnur Rúv-frétt í dag, sumardaginn fyrsta, 25.4. 2013: Íbúar ESB-landa treysta ekki sambandinu. Þar segir svo:

"Traust almennings á ESB í sex stærstu aðildarríkjum þess hefur snarminnkað undanfarin fimm ár.

Þetta kom fram í könnun sem gerð var í nóvember í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi sem Lundúnablaðið Guardian greinir frá. Í fimm af löndunun sex vantreystir meirihlutinn sambandinu. Mest er vantraustið á Spáni, þar vantreysta 72% sambandinu, en 23% gerðu það í sams konar könnun fyrir fimm árum. Í Bretlandi vantreysta 69% sambandinu, en 49% gerðu það fyrir fimm árum. Í Þýsklandi fór vantraustið úr 36% í 59% á fimm árum. Í Frakklandi úr 41% í 56%, á Ítalíu úr 28% í 53% og í Póllandi úr 18% í 47%. Ríflega tveir af hverjum þremur íbúum ESB-landa búa í löndunum sex." (Tilvitnun í Rúv lýkur.)

Jón Valur Jensson, 25.4.2013 kl. 12:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leturbreytingar voru mínar, JVJ.

Jón Valur Jensson, 25.4.2013 kl. 12:48

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"hve margir eru "fleiri en færri", Össur Skarphéðinsson?"

Ef gengið er út frá skilgreiningu Össurar á þessu blessaða kaflakjaftæði öllu saman í þessum svokölluðu samningaviðræðum, hvarflar að manni að urriðastofninn á Þingvöllum sé stórlega út og suður metinn. Hvort á að banna alla næturveiði í Þingvallavatni, eða hvetja til óheftrar veiði allan sólarhringinn? Miðað við lofgjörð Össurar um "samninginn" við esb, ætti sennilega að leyfa togveiðar í Þingvallavatni allt árið. Gott ef ekki flottrollsveiðar.

Halldór Egill Guðnason, 25.4.2013 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband