Kemst þá evran aldrei til fullorðinsára?

„Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur," segir dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýzka fjármálaráðuneytinu! Hann telur að vísu Evrópusambandið mikilvægt, en ekki evruna.

Hvað segir nú Árni Páll Árnason, erfingi evru-maníu Samfylkingarinnar, við þessum fréttum? Gerir hann sér kannski ferð til Berlínar til að leiðrétta meintan misskilnings þessa sérfræóða manns?

En um þetta má fræðast nánar gegnum tengil hér neðar.

JVJ.


mbl.is Telur lífslíkur evrunnar takmarkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meðallítftími gjaldmiðla í heiminum á sögulegum tíma er um 27 ár.

Rafkörfumyntin EUA (European unit of account) var búin til árið 1975 en árið 1979 var samsetningu hennar og nafninu breytt í ECU (European Currency Unit) og svo var því nafni breytt í Euro (Evra) árið 1999. Útgáfa þessa gjaldmiðils í áþreifanlegu formi úr pappír og málmi hófst loks við ársbyrjun 2002 þegar gegn því var skipt út áþreifanlegu formi þeirra þjóðargjaldmiðla sem hún samanstóð af.

Þannig er evran, þrátt fyrir nafnabreytingar og upphaf útgáfu í áþreifanlegu formi fyrir 11 árum síðan, í raun og veru orðin 38 ára gömul, eldri en sá er þetta ritar.

Það er stundum talað um aldur hunda í "hundaárum" en það felur í sér ákveðna leiðréttingu miðað við lífslíkur sem færir árafjöldann nær því að vera sambærilegan við sama árafjölda af æviskeiði mannskepnunnar.

Með samskonar leiðréttingu miðað við lífslíkur, má þannig halda því fram að evran sé á 38 ára löngu æviskeiði sínu komin langt yfir eðlilegar lífslíkur, og rambi jafnvel á grafarbakkanum svo notað sé óformlegra orðalag.

Lífslíkur Evrópubúa eru að meðaltali 76 ár, svo ef við umreiknum það í lífslíkur gjaldmiðla heims er eitt mannár 76/27=2,81 "myntár" í líftíma gjaldmiðils. Sé því hlutfalli beitt á aldur evrunnar sést að hún er orðin sannkallur öldungur:

76/27*38 = 107 ára (tæplega) í mannárum talið.

Rétt er að geta þess að tölurnar á Wikipedia eru frá árinu 2006 og því ekki alveg glænýjar, en þar sem lífslíkur sveiflast almennt ekki mikið frá ári til árs í þessum heimshluta má telja óhætt að leggja þær til grundvallar í samanburðarskyni.

Til samanburðar þá var íslenska nýkrónan búin til árið 1981 með myntbreytingunni sem þá var gerð, og er hún því orðin 32 ára árið 2013 þegar þetta er skrifað. Meðallífslíkur fólks á Íslandi eru 81,8 ár og eitt mannár því rétt rúmlega 3 myntár. Þannig er hin 32 ára gamla íslenska króna orðin 97 ára í myntárum talið.

Þetta síðastnefnda sýnir eftirfarandi:

1. Evran er orðin ellihrum, og skýrir það ýmislegt sem gengur á þar.

2. Ekkert er því til fyrirstöðu á Íslandi að hægt sé að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli, reyndar hefur Íslendingum tekist það mun lengur samfellt en flestum öðrum þjóðum heims hingað til að jafnaði.

3. Þrátt fyrir lið nr. 2 er íslenka krónan í núverandi mynd engu að síður orðin ellihrum og farin að láta verulega á sjá, en það á hún þó aðeins sameiginlegt með flestum öðrum gjaldmiðlum í okkar heimshluta samkvæmt því sem búast má við.

Til að mynda er Bandaríkjadalur í núverandi mynd ekki mikið eldri, en hann var búinn til árið 1975 þegar Nixon Bandaríkjaforseti aftengdi gullfótinn og batt þannig enda á alþjóðlegu fastgengismyntkörfuna sem kennd var við Bretton-Woods. Þess má til fróðleiks geta að sú körfugjaldmiðilseining var í grundvallaratriðum ekki mikið öðruvísi en evrópska mynteiningin ECU, heldur voru þær fyrst og fremst aðeins ólík ar í útfærsluatriðum. Bretton Woods kerfið var reist árið 1944 og stóð sem fyrr segir til 1971 eða í nákvæmlega þau 27 ár sem eru meðallífslíkur gjaldmiðla.

Allt þetta metur undirritaður sem vísbendingar þess að kannski sé kominn tími til þess að taka aftur upp nýja og endurskoðað krónu, hvort sem við köllum hana það eða finnum nýtt heiti á nýjan gjaldmiðil Íslands. Flest bendir til þess að sá gjaldmiðill geti haft ágætar lífslíkur fyrir sér, enda virðast þær hér á landi vera með því betra sem gerst hefur í heiminum allt frá upphafi lýðveldistímans. Á þeim tíma hafa lífsgæði hér landi einmitt þróast frá því að vera vægast sagt frumstæð hjá þorra landsmanna, yfir í að vera eitt þróðasta velferðarríki heims. Þetta taka menn ekki með í reikninginn þegar þeir tala um að krónan hafði rýrnað mikið, staðreyndin er bara sú að sama tíma hefur íslenskum krónum í umferð líka fjölgað margfalt meira en flestum öðrum myntum í sama heimshluta og um leið hafa breyst mjög mikið þær vörur og þjónusta sem við getum keypt fyrir þær myntir, sem gerir beinan samanburður á skiptigengi ímynduðu eininganna marklausan.

Við megum ekki halda að þó Ísland sé fámennt, þá séum við neitt minnimáttar.

Ég legg til að ný mynt fyrir Ísland kallist lífsgæðakrónan (LKR) og skuli gengi hennar taka mið af þróun lífsgæða, þannig að hún hafi alltaf sama kaupmátt, eins og hann er mældur í þeim lífsgæðum sem fólk raunverulega getur haft fyrir hann. Slíkan gjaldmiðill þyrfti að gefa út af alúð og ávallt á grundvelli mannúðar og heilbrigðrar samvinnu í viðskiptum, svo hann geti haldið verðgildi sínu. Þess vegna gæti aldrei talist boðlegt að fela samkeppnisfyrirtækjum að fara með vald yfir útgáfu hans og ráðstöfun, heldur þarf nauðsynlega að gera það samfélagslega ábyrgum hætti enda er gjaldmiðlun í eðli sínu samfélagslegt fyrirbæri.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.4.2013 kl. 19:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Guðmundur, fyrir þínar hugleiðingar.

En varðandi ástand evrunnar ...

Þetta er eins og Berlusconi sagði (eða var látinn segja!): "Evrusvæðið er allt í klessu, ..."

Jón Valur Jensson, 27.4.2013 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband