Bretar með Brexit og Boris Johnson fram yfir þingið

Brezka þingið nýtur nú mun minna trausts al­menn­ings en for­sætis­ráð­herr­ann Boris Johnson.

Meiri­hluti Breta er hlynnt­ur því að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu (Brex­it) 31. októ­ber sama hvað það þýðir. Jafn­vel þó það fæli í sér að breska þingið verði leyst upp til þess að koma í veg fyr­ir að það geti komið í veg fyr­ir út­göngu án samn­ings.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fyr­ir­tækið Com­Res gerði fyr­ir breska dag­blaðið Daily Tele­graph, en Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sagt að til greina gæti komið að senda þingið heim til þess að greiða fyr­ir út­göng­unni. (Mbl.is)

Myndaniðurstaða fyrir Boris Johnson

 

Og hér sjáið þið að stuðningurinn við Brexit hefur aukizt, ekki minnkað:

Spurt var um af­stöðu fólks til þess hvort John­son þyrfti að koma Bretlandi úr Evr­ópu­sam­band­inu sama hvað það kostaði, þar á meðal ef það þýddi að leysa upp þingið ef þess gerðist þörf, til þess að hindra þing­menn í að stöðva út­göng­una. Drjúg­ur helm­ing­ur, eða 54%, sögðust sam­mála þessu en 46% lýstu sig hins veg­ar ósam­mála. (Mbl.is)

Og ekki er traustið á þinginu beysið hjá brezkum almenningi, eftir allar tilraunir Theresu May og fimbulfambið og hringlandaháttinn með úrsagnarmálið undir hennar leiðsögn:

Einnig var spurt um af­stöðu fólks til þess hvort þingið væri í meiri takti við bresk­an al­menn­ing en John­son og sögðust 62% vera því ósam­mála en 38% sam­mála. Þá sögðust 88% telja þingið vera úr takti við al­menn­ing og 89% sögðust telja flesta þing­menn hunsa vilja al­menn­ings varðandi út­göng­una til þess að ganga eig­in er­inda. (Sama heimild.)

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja Brexit sama hvað það kostar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband