Sendiherra brýtur gegn skyldum sínum međ áróđursgrein fyrir innlimun Íslands í stór­veldi sitt!

Ófyrirleitiđ er af sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins ađ endur­taka sinn fyrri leik ađ brjóta Vínar­samţykkt um skyldur sendiráđa, međ ein­hliđa gyll­ingar­grein um evrópska stór­veldiđ, í raun međ áróđri fyrir ţví, ađ Íslend­ingar láti innlimast í Evrópu­sambandiđ.

Ţetta samrýmist ekki skyldum hans sem sendiherra, ekki frekar en ađ Evrópu­sambandiđ dćli styrkjum og mútufé í fyrir­tćki, samtök og einstak­linga hér á landi.

Vísa ber manninum úr landi, eins og ćtla má, ađ gert hafi veriđ viđ fyrir­rennara hans Timo Summa 2012, ef hann var ţá ekki beinlínis kallađur til baka af yfir­mönnum sínum í Brussel, eftir ađ hitna tók undir honum eftir skelegga gagnrýni Tómasar Inga Olrich (fyrrv. ráđherra og sendiherra í París) á framferđi hans, m.a. međ áróđurs­ferđum hans um landiđ. Sjá einnig hér (15.11. 2018): https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2225873/

Er ekki eitthvađ brogađ viđ fullyrđingar Michaels Mann um "frelsi og velmegun" í borgum eins og Ríga, Aţenu og Lissabon? -- eru ţađ vel valin dćmi, eftir ađ ţýzkir og franskir bankar fengu ađ leika ţjóđarhag Grikkja grátt í bođi ESB og Evrópubanka ţess? Litlu skárra er ástandiđ í Portúgal, en fólksflótti hefur veriđ ţađan frá atvinnu­leysi og ţó um enn lengri tíđ frá Lettlandi, og ekki er fćđ­ingar­tíđnin ţar í landi til ađ hrópa húrra yfir: 1,52 börn á hver hjón! -- örugg leiđ til útţurrkunar ţjóđar á 6-7 kynslóđum!

Mann ţessi geipar af ţví, ađ hinn verđandi forseti fram­kvćmda­stjórn­ar ESB, Ursula von der Leyen, hafi "sett fram metnađar­fulla og hvetj­andi áćtlun til nćstu fimm ára," en "gleymir" alveg ađ nefna, ađ ţessi fráfarandi varnar­mála­ráđherra Ţýzkalands hefur af elju og hörku hvatt til ţess (rétt eins og herra Macron Frakk­lands­forseti), ađ uppfyllt verđi fyrir­heiti Lissabon­sáttmálans um stofnun öflugs Evrópu­sambands­hers, til ađ ESB verđi síđur háđ Banda­ríkj­unum um liđveizlu. Af hverju sleppir hr. Mann ađ nefna ţađ, en kemur svo međ smjör­klípuna um ađ "NATO verđi ávallt hornsteinn varna Evrópu"? Mátti sannleik­urinn ekki koma skýrar í ljós, eđa hentađi ţađ ekki ađ upplýsa Íslendinga um, ađ ef ţeir láta narrast inn í Evrópu­sambandiđ, ţá bíđur ungmenna landsins hugsanlega her­skylda og ríkissjóđs okkar óefađ ţađ hlutverk ađ leggja um ţađ bil 2% af lands­framleiđslunni í her­apparat og hergögn handa ESB-bossum og generálum ađ leika sér viđ, til dćmis til ađ fara út í áhćttu­samar ögranir viđ Rússa.

Jón Valur Jensson.


Bloggfćrslur 1. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband