Elliði Vignisson tekur af skarið með uppreisn í Sjálfstæðis­flokknum gegn 3.orkupakkanum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Honum blæðir fylgistap flokks­ins vegna máls sem Samfylk­ing og Við­reisn stefna að, en er í and­stöðu við lands­fund flokks hans og afstöðu gras­rót­ar­innar, sem fremur en að elta Bjarna í þvílíku grund­vall­ar­máli gegn sjálf­stæði okkar fer þá heldur yfir á Mið­flokkinn meðan þessir gerningar standa yfir í Valhöll.

Hann ber því vitni að átök hafa geisað inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins (þótt reynt hafi verið að þagga það niður), en þetta "þurfi ekki að vera ógn­vekj­andi," því að "í átök­um geti fal­ist tæki­færi til þess að leiðrétta kúrsinn þar sem þess væri þörf." Og það er greinilegt að nú sér hann fulla þörf á að leiðrétta kúrsinn í Val­höll, eins og meiri hluti fylgismanna flokksins hefur einmitt talið! Yfirgnæfandi andstaða sjálfstæðismanna gegn orkupakkanum hefur blasað við í hverri skoðana­könn­un eftir aðra um málið til þessa.

En fleira er í vopnabúri Elliða, bæjarstjóra Ölfuss og áður í Vestmannaeyjum:

„Mér hef­ur enda fund­ist það vera nán­ast áskor­un á sjálf­stæðis­menn að kjósa eitt­hvað annað þegar full­yrt hef­ur verið: „Þetta mál (Orkupakki 3) hef­ur ekki haft áhrif á fylgið“ [!!]“

Þá hef­ur Elliði einnig lýst áhyggj­um af eðli EES-samn­ings­ins sem feli í sér aðlög­un að Evr­ópu­sam­band­inu og velt því upp hvort ekki sé ástæða fyr­ir þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins að vera hugsi yfir því að stuðning­ur við þriðja orkupakk­ann komi aðallega úr röðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata sam­kvæmt könn­un­um. (Mbl.is)

Með sínu hugrakka og skelegga frum­kvæði er Elliði vís með að kalla fram fagnaðar­bylgju meðal flokksmanna, sem knýi forystu flokksins til að endur­skoða allt málið frá grunni, vonandi með farsælli niðurstöðu fyrir land og þjóð, og þá verður um leið flokki hans bjargað frá smánarlegu hruni.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband