Landsamband bakarameistara andvígt orkupakka-meðvirkni hinna ESB-sinnuðu Samtaka iðnaðarins

Bakaríið Gæðabakstur hefur nú sagt sig úr Lands­sam­bandi bak­ara­meist­ara, ekki vegna and­stöðu við LB, held­ur í and­stöðu við fylgi Sam­taka iðn­að­ar­ins við þriðja orku­pakk­ann og til að þurfa ekki að borga gjöld til SI, en LB er aðili að SI.

Bakarar hafa bent á, að með öðrum orku­pakk­anum stór­hækk­aði raf­orku­verð til bakaría, því að við upptöku 2. pakkans hækkaði næturverð rafmagns um 50%! (sjá Mbl.is-fréttartengil neðar). En eins og mönnum er kunnugt, fer bakst­urinn í bakaríum mest fram á nóttunni.

Aðrir, m.a. Birgir Þórarinsson alþingismaður, hafa vakið athygli á tjóni Íslendinga vegna 1. og 2. orku­pakkans, sem juku hér al­menn­an kostnað við orkukaup (með fjölgun söluaðila og fjölgun innheimtu­reikninga til allra) og sérstak­lega með stór­hækk­un rafmagns­verðs til húsahitunar, á bilinu ca. 70% og hátt í 100%!

Einkennilegt er, að Samtök iðn­að­arins standa ekki með aðildar­félögum sínum, sem verða að gjalda fyrir uppáskrift íslenzkra stjórnvalda á orkupakkana. En Samtök iðnaðarins standa ekki með óskertu fullveldi þjóðarinnar, og helzti málsvari samtakanna í fjölmiðlum hefur lengi verið ESB-linnlim­unar­sinni, jafnvel á þeim árum sem hann var ritstjóri Morgunblaðsins.

Nei takk! er afstaða meirihluta almennings til þessara orkupakka!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Úrsögn vegna 3. orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband