Hafna ber undirritun hins afar íþyngjandi SÞ-fólks­flutninga­samnings sem gengur á fullveldi okkar

"Eng­inn get­ur mælt því mót að samn­ing­ur­inn er póli­tískt bind­andi og verður skeinu­hætt­ur lönd­um við laga­lega túlk­un ým­iss kon­ar. Það er leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögn­um 100 ára af­mæli full­veld­is­ins skuli þing­heim­ur og fjöl­miðlar ekki sinna meira um full­veldi Íslands."

Svo mælir ágætur vara­þingmaður Mið­flokksins, Jón Þór Þorvalds­son (smellið á Mbl.is-tengilinn hér neðar, á greinina Landa­mær­in opnuð fyr­ir nán­ast öll­um). 

Þetta er stórmál sem stjórnmála­menn hafa haft á sinni könnu í tvö ár, en ekki látið svo lítið að kynna kjósendum út á hvað þetta gengur. "Sáttmáli" þessi er til orðinn hjá Sameinuðu þjóðunum og á að heita ekki lagalega bindandi, en mun þó verða það í reynd, og þau lönd, sem undirrita hann, en ganga slælega eða alls ekki fram í því að uppfylla hann, verða beitt þrýstingi og höfnun. 

Í stuttu máli sagt leggur sáttmálinn ýtarlegar kvaðir á lönd um móttöku flóttamanna og farandfólks, ár eftir ár eftir ár, og um mikla þjónustu við þá aðila, sem fá að ganga inn í borgararéttindi í viðkomandi löndum. Þetta eitt er nógu fráleitt: að við gefum ákvarðanir um slíkt á vald erlendra aðila eða stofnana; en hafandi líka í huga, að helztu nágranna Evrópu er að finna í nærliggjandi múslimalöndum, ættu flestir að átta sig á því, að við verðum að halda ákvörðunarvaldi um slíkt í okkar eigin forsjá, ekki annarra!

Um þennan sáttmála var fjallað hér allýtarlega í tveimur fróðleg­um greinum sendum hingað á Fullveldisvaktina frá Sviss og Þýzkalandi.

„Þessi samn­ing­ur ramm­ar inn þá skoðun Sam­einuðu þjóðanna að æski­legt sé að fólks­flutn­ing­ar í heim­in­um séu gerðir aðgengi­leg­ir fyr­ir þá jarðarbúa sem þess æskja,“ sagði Jón Þór enn frem­ur. Fljótt á litið væri um mannúðar­mál að ræða en vel væri ef svo væri ein­göngu. Full­trú­ar þjóða sem hefðu kynnt sér samn­ing­inn segðu hann aðför að hinum frjálsa vest­ræna heimi þar sem í hon­um fæl­ist að setja þyrfti lög um inni­hald hans. Þar á meðal að tján­ing gegn inni­haldi hans flokkaðist sem hat­urs­orðræða og loka mætti fjöl­miðlum sem ger­ist sek­ir um að taka þátt í slíkri umræðu. (Mbl.is)

Það er ámælisvert að stjórnvöld jafnt sem fjölmiðlar hafa fram undir þetta vanrækt nánast með öllu að kynna landsmönnum þennan sáttmála, eins afdrifaríkur og þó stefnir í að hann verði, ef hann verður samþykktur (sjá hér neðst). Við ættum að fara að fordæmi Austurríkis og Ungverjalands, Eistlands, Króatíu og fleiri landa að hafna þessu óþarfa plaggi, en einnig má benda á, að Sviss, Ítalía og Danmörk virðast helzt á því að fresta samþykkt hans um langa hríð, meðan kynningu hans er enn svo áfátt, að víðs fjarri er, að hann sé almennt kunnur kjósendum, hvað þá að þeir hafi samþykkt hann með einhverjum hætti.

Að lokum má benda hér á góðar greinar um þetta mál:

Ætlar ríkisstjórnin að galopna landamærin?, eftir Jón Magnússon, hrl. og fyrrv. varaþingmann,

Vill þjóðin galopin landamæri?, eftir Valdimar Jóhannesson blaðamann.

Skrifar ríkisstjórnin undir "hömlulausan fólksinnflutning" 10. desember?, eftir Gústaf Adolf Skúlason, Svíþjóð. Þar koma m.a. fram hrikalegar upplýsingar um annars vegar það refsikerfi, sem fjölmiðlar og aðrir eiga yfir höfði sér vegna þessa máls, og hins vegar þær gríðarlegu fólksfjölda-fjölgunartölur, sem miðað er við, að löndin geti borið, margfaldar á við núverandi íbúafjölda!!! Þessar upplýsingar í grein Gústafs verðskulda að birtast hér með:

"Svíþjóðardemókratar vara opinberlega við því að samkomulagið hafi í för með sér opinber höft á fjölmiðlum og skerði tjáningarfrelsið. Samkomulagið setur ríkinu þær skyldur á herðar að afnema styrki til fjölmiðla sem skrifa "rangt" um innflytjendur. Einnig á að víkka út hatursumræðuhugtakið, þannig að hægt verður að refsa þeim einstaklingum og fangelsa sem gagnrýna stefnu yfirvalda í innflytjendamálum. 

Í skýrslu ESB frá 2010 er reiknaður út mögulegur innflutningsfjöldi til aðild­ar­ríkjanna miðað við heildaríbúagetu (table12 aftast í skýrsl­unni). Þar er sagt að Danmörk geti verið 37 milljónir, Svíar 440 milljónir, Finnland 332 milljónir, Þýzka­land 274 milljónir, Frakkar 486 milljónir o.s.frv. ESB með Bretlandi samtals 3.834 milljónir íbúa.

Ísland er ekki með á þessum lista og fróðlegt að vita, hvort ráðamenn hafa reiknað út hversu marga íbúa landið ber skv. þessum reiknismáta ESB. Ljóst er að sú tala skiptir milljónum."

Jón Valur Jensson tók saman.


mbl.is Landamærin verði opnuð fyrir nánast öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband