Benedict Neff: Meðferð Þjóðverja á fólks­flutn­inga­sáttmálanum ber vitni um andlega leti

 

Hin lýð­ræðis­lega umræða í Þýska­landi virð­ist þessa dag­ana enn og aft­ur ein­kenni­lega þving­uð. Margir tals­menn fólks­flutn­inga­sátt­mála SÞ verja sátt­mál­ann með klaufa­leg­um and-AfD viðbrögðum. Þó eru veru­legir ágallar á sátt­mál­anum. 

Í Þýskalandi er ekki langt síðan fólks­flutn­inga­sátt­máli SÞ kom fyrst til opin­berrar umræðu. Það var fyrst þegar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, vék sér undan stuðningi við sátt­mál­ann sem hávær umræða blossaði upp í landinu. AfD krafðist þess réttilega að hann yrði ræddur í þinginu. Ríkis­stjórn Þýska­lands hafði fram að því gert sér vonir um að samþykkja sáttmálann án þess að rætt væri um hann – á þeirri forsendu að enginn skynsamur maður hefði nokkuð út á hann að setja. 

Umræðan um fólks­flutn­inga­sátt­málann endurspeglar enn og aftur hina vitsmuna­legu leti sem ríkir á þýska þinginu. Margir þingmenn telja sig nægilega vel undirbúna fyrir slíkar rökræður með ekkert nema and-AfD-áróður að vopni. Þeim skjátlast. 

Hinar klukku­stundar­löngu umræður um fólks­flutn­inga­sáttmálann opinberuðu röksemda­fátækt andstæð­inga AfD. Formaður flokks­ins, Alexander Gauland, tók samninginn og meint lagalegt gildi hans (þ.e. ekki bindandi) í sundur, lið fyrir lið. Í lokin tók hann þó of djúpt í árinni þegar hann sagði „vinstri draum­óra­menn og alþjóðasinnaða elítu vilja breyta þjóðríkinu í landnámssvæði.” Þetta hljómar eins og samsæris­kenning. Engu að síður voru flestir ræðumenn annarra flokka ófærir um málefna­lega gagnrýni á AfD. Þeir gerðu þau grundvallar­mistök að taka málinu ekki nógu alvarlega. Þeir töldu rök ekki nauðsynleg, þar sem sjálfsagt væri að leggja blessun sína yfir sáttmálann. Frank Steffel, þingmaður CDU, sagði að þeir sem samþykktu sáttmál­ann þjónuðu þar með hagsmunum Þýskalands, en þeir sem höfnuðu honum yllu landinu tjóni. Svo einfalt er það. Claudia Moll, þingmaður SPD, taldi þetta allt meiriháttar klúður: „Ég skammast mín ósegjan­lega fyrir að þurfa að ræða þessa tillögu hér í þinginu.”

Flestir ræðumenn létu sér nægja að álykta að fyrst þeir væru ekki sammála AfD, þá hefðu þeir rétt fyrir sér, þ.a.l. þyrfti ekki að skoða málið frekar! Á mörgum öðrum sviðum stjórn­mál­anna í Þýska­landi ríkir einnig þver­pólitísk samstaða sem veldur því að mörg mál eru ekki rædd af alvöru opinberlega. Evran er nauðsyn­leg, Evrópu­sambandið tryggir frið, fólks­flutn­inga­sátt­mál­inn er mikil blessun – þetta er allt á hreinu!

Í slíku andrúmslofti er stjórn­mála­maður eins og Jens Spahn (CDU) einn af þeim huguðu, jafnvel þótt hann hafi ekki einu sinni gagn­rýnt sáttmálann. Hann benti einungis á skort á samskiptum, að það liti allt út fyrir að ríkis­stjórnin hefði eitthvað að fela. Því ætti ekki að samþykkja sátt­málann án þess að útskýra hann fyrir þjóðinni.

Í þessu er tvennt áhugavert: Í fyrsta lagi eru þeir sem vilja  ræða kosti og galla alþjóðlegs sáttmála – sem er ekki óeðlilegt í lýð­ræð­is­ríki – settir í dilk með AfD og útilokaðir. Dóms­mála­ráð­herrann Katarina Barley sagði að þeir sem ekki vildu samþykkja sátt­málann væru þar með að skipa sér í flokk með AfD, Trump, Orban og Kurz. 

Í öðru lagi er orðaval Spahns dæmigert fyrir þýska stjórn­mála­menn: Hann vill útskýra málið fyrir þjóð­inni. Hann er í raun að segja: „Við skulum ræða örlítið saman og þá verða allir sáttir.” Þessi hugsunar­háttur, að stjórn­mál þurfi aðeins að útskýra betur og leyfa þjóðinni að koma með, hefur verið ríkjandi í allri umræðu um flótta­manna­vandann. Ef ágreiningur milli stórs hluta þjóðar­innar og stjórn­mála­elítunnar kemur upp, hefur hin síðar­nefnda trú á því að ástæðan sé einungis sú að stefnan hafi ekki verið kynnt nægilega vel fyrir þjóðinni. Ekki krefst mikillar dirfsku að álykta að kjósendur gætu einfald­lega haft annað, velígrundað álit, en það kemur ekki til greina. Þar af leiðandi virðist hin opinbera umræða einkennilega þvinguð. 

Meðal margra forystumanna í stjórnmálum fer saman yfirvalds­hugsanaháttur og félagsráðgjafa­viðhorf. Kjörorðið er: stjórnað og útskýrt. Afskipti Spahns af sáttmál­anum var, þegar öllu er á botninn hvolft, bara afbrigði af þessu, því að ekki þorði hann að gagnrýna innihald sáttmálans að neinu ráði.

Þó felur fólks­flutn­inga­sáttmálinn í sér ýmsa þætti sem vert væri að gefa meiri gaum, ekki síst frá sjónar­hóli Þjóðverja. Sáttmál­inn á rætur sínar að rekja til flótta­manna­kreppunnar. Engu að síður er augljóst að mörg þeirra viðfangs­efna, sem hafa verið áberandi í Evrópu á síðustu árum, endur­speglast ekki í skjalinu. Í Evrópu hefur t.a.m. verið rætt um hryðjuverk, hliðar­samfélög, erfiða aðlögun múslima, sem sumir efast um hinn frjáls­lynda anda vestrænna samfélaga. Sé fólks­flutn­inga­sáttmál­inn lesinn, mætti halda að öll þessi vandamál væru ekki til. Samkvæmt honum eru fólks­flutn­ingar „uppspretta hagsældar, nýsköpunar og sjálf­bærrar þróunar”. 

Í sáttmálanum er lögð áhersla á það sem inn­flytj­enda­löndin þurfa að gera til að fólks­flutn­ingar verði öruggari og þægilegri. Mörg góð atriði má þó einnig nefna, svo sem mikilvægi þess að berjast gegn smygli og mansali, auðvelda útgáfu vegabréfa og viðurkenningu starfsvottorða. Það, sem vantar algerlega, er að gera ráð fyrir þeirri grundvallar­hugmynd að innflytjendur þurfi sjálfir að leggja sig fram um að aðlagast nýju samfélagi. 

Margir þættir samningsins eru óljósir. Lesturinn minnir dálítið á að lesa Biblíuna, allir finna atriði sem þeim þóknast og önnur sem þeim líkar síður. Í stórum dráttum hljómar fólks­flutn­inga­sátt­málinn eins og hvatning til fjölmenn­ingarlegs samfélags: Ríki ættu fyrst og fremst að laga sig að innflytjendum og þörfum þeirra, en ekki öfugt. Þótt í sátt­mál­anum sé fórnar­lambs­væðingu innflytj­enda mótmælt, lýsir hann þeim óbeint sífellt sem fórnarlömbum sem er mismunað. 

Þessi tilhneiging er sérlega áberandi í kaflanum um fjölmiðla. Stuðningsmenn sátt­mál­ans ættu að stuðla að umræðu, „sem leiðir til raunhæfari, mannúð­legri og uppbyggi­legri upplifunar á fólks­flutn­ingum og inn­flytj­endum”. Fjölmiðlamenn skulu sýna nær­gætni í umfjöllun um „málefni innflytj­enda”. Þetta hljómar eins og uppörvun til að bjóða innflytjendur velkomna. En það er ekki hlutverk ríkja. Þetta atriði hefur þó hingað til ekki hlotið neina gagnrýni. Þýskir fjölmiðla­menn eru enda mjög nærgætnir þegar kemur að fjölmiðlafrelsi. 

Það eru sem sagt góðar og gildar ástæður til að líta fólks­flutn­inga­sáttmálann gagnrýnum augum, sérstaklega í ljósi þess að hann kemur fram sem svo grunsamlega án skuldbindingar. Reyndar er sáttmálinn saman­safn skuld­bindinga á 34 blaðsíðum, en í upphafi hans er hættuástandi aflýst: þetta snúist einungis um “samstarfs­samning sem er ekki lagalega bindandi”. Þeir sem samþykkja sáttmálann haldi rétti sínum til að ákvarða eigin innflytj­enda­stefnu. Því er ekki úr vegi að spyrja sig, hver vegna í ósköpunum er ástæða til samþykkja sáttmálann? 

Stuðningsmenn hans tala um að það verði tímamóta­áfangi þegar sátt­málinn verði formlega undir­ritaður í Marrakesh í desember. Andstæð­ingar sáttmál­ans óttast að hann komi af stað nýrri bylgju fólks­flutninga. Sennilega er hvorugt nærri sanni. 

En það er engin skömm að því, sama hvaða afstöðu ríki taka til fólks­flutn­inga­sáttmálans. Sá hins vegar, sem kemur í veg fyrir að efni og áhrif sáttmálans séu rædd opinberlega, skaðar lýðræðið

Þessi grein, Meðferð Þjóðverja á fólks­flutn­inga­sáttmálanum ber vitni um andlega leti, var þýdd af íslenzkri konu, sem vill ekki láta nafns síns getið, en leyfir góðfúslega birtingu pistilsins, en henni hefur blöskrað þöggunin sem hefur ríkt á Íslandi um þetta mál, meðal bæði fjölmiðla- og stjórnmálamanna, á sama tíma og málið nær hins vegar að komast í forsíðufregnir erlendis! --Að endingu eru hér fjölmargir tenglar, sem hún lét fylgja sendingunni (smellið á tenglana!). --JVJ.

----------------------------------------

Netanyahu: Israel won’t sign global migration pact, must protect its borders <https://www.timesofisrael.com/israel-wont-sign-global-migration-pact-netanyahu-announces/>

Australia refuses to sign UN migration pact, citing risks to turnbacks and detention <https://www.theguardian.com/australia-news/2018/nov/21/australia-refuses-to-sign-un-migration-pact-citing-risks-to-turnbacks-and-detention>

Bulgaria becomes latest EU state to shun U.N. migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-un-migrants-bulgaria/bulgaria-becomes-latest-eu-state-to-shun-u-n-migration-pact-idUKKCN1NH1D5>

Czechs join other EU states rejecting U.N. migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-migrants-czech/czechs-join-other-eu-states-rejecting-u-n-migration-pact-idUKKCN1NJ0MQ>

Poland should quit U.N. migration pact, minister says <https://uk.reuters.com/article/uk-europe-migrants-poland/poland-should-quit-u-n-migration-pact-minister-says-idUKKCN1MJ1K4>

Austria to shun global migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-un-migrants-austria/austria-to-shun-global-migration-pact-fearing-creep-in-human-rights-idUKKCN1N50JG>

Polen und Israel sagen Nein zum UN-Migrationspakt <https://www.tagesspiegel.de/politik/asylpolitik-polen-und-israel-sagen-nein-zum-un-migrationspakt/23659408.html>

Israel und Polen lehnen Migrationspakt ab <https://www.zeit.de/politik/ausland/2018-11/un-migrationspakt-polen-eu-keine-zustimmung-debatte-fluechtlinge>

EU-lande undsiger FN’s nye migrationspagt: ”Der må ikke skabes en menneskeret til migration” <https://www.kristeligt-dagblad.dk/udland/eu-lande-flygter-fra-fns-migrationspagt>

Debatten om FNs migrationspagt raser stadig – nu kommer FNs flygtningepagt <https://www.berlingske.dk/internationalt/debatten-om-fns-migrationspagt-raser-stadig-nu-kommer-fns>

Parlament soll über Zustimmung zum Uno-Migrationspakt entscheiden <https://www.nzz.ch/schweiz/parlament-soll-ueber-zustimmung-zum-uno-migrationspakt-entscheiden-ld.1429711>

Die Schweiz stimmt dem Uno-Migrationspakt vorläufig nicht zu <https://www.nzz.ch/schweiz/migrationspakt-der-bundesrat-wartet-auf-das-parlament-ld.1438364>

Dispute Over Migration Sends Estonian Government Into Crisis <https://www.bloomberg.com/news/articles/2018-11-16/dispute-over-migration-sends-estonian-government-into-crisis>


STÓRMÁL: Fólksflutningasáttmáli SÞ, sem við ættum að hafna eða a.m.k. fresta staðfest­ingu á eins og Sviss gerir, en hér er ÞÖGGUN í gangi um málið!

Aðsend grein ísl. konu

Í fylgibréfi ritar hún til JVJ og Hall­dórs Jónss. verkfr.: "Á þessum síðustu og verstu tím­um, þegar íslenskir fjölmiðlar hafa enn einu sinni brugðist þjóð­inni, eigið þið (og Jón Magnússon – víðar hef ég ekki orðið umfjöll­unar um nýjasta sáttmála SÞ vör í riti) bestu þakkir skildar fyrir að halda uppi lýðræðis­legri umræðu. Ég hef nýlega rætt við nokkra íslenska fjölmiðla­menn um þetta efni en engum þeirra hefur hingað til þótt ástæða til að segja frá þessu stórmáli, sem hefur verið á forsíðum allra virtustu fjölmiðla í Evrópu á undanförnum vikum.

Ég leyfi mér að senda ykkur hér lauslega þýðingu úr tveimur ágætum greinum um sáttmálann sem birtust í vikunni í svissn­eskum fjölmiðlum, ef eitthvað af þessu gæti komið að gagni í baráttunni við skrifræðið." (Og hér birtum við á Fullveldis­vaktinni fyrri greinina, en hina sennilega um kl. 23.00 þennan sama 3. des­ember. Bæta má því við, að þeim mun alvarlegri er þessi skipulagða þöggun, sem nú er aðeins vikutími þangað til meintri staðfestingu er ætlað að fara fram í Marokkó 10. þ.m.! --Aths. JVJ.)

 

Brot úr viðtali við Philipp Burkhardt, þingfréttastjóra hjá Svissneska ríkisútvarpinu,

 

"Af hverju er þetta viðkvæmt mál í Sviss, þegar sáttmálinn er ekki lagalega bindandi?

Flóttamannasáttmálinn tilheyrir í reynd s.k. „mjúkum lögum“ (e. soft law). Það er hugtak úr alþjóða­lögum. Margar tillögur, ályktanir og yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna tilheyra þessum mjúku lögum. Þau eru ekki bindandi. Þó eru þau ekki án áhrifa. Búist er við því að ríkin fylgi samkomulaginu. Til dæmis er orða­sambandið „við skuldbindum okkur” notað aftur og aftur í sáttmála SÞ [54 sinnum]. Einnig er fylgst með efndum. SÞ ætlar að setja á fót “International Migration Review Forum”, eins og fram kemur í sáttmálanum. Frá og með 2022 mun fara fram eftirlit á fjögurra ára fresti, þ.e. hvort aðildarríkin séu í raun og veru að fylgja sáttmálanum. 

Þurfa aðildarríkin að óttast refsiaðgerðir ef þau framfylgja ekki sáttmálanum?

Þar sem þetta eru mjúk lög, þá eru bein viðurlög eða sektir ekki leyfðar. En þar er ekki öll sagan sögð, ríki sem brjóta gegn sátt­málanum verða fordæmd opinberlega (name and shame). Það verður búinn til svartur listi, sem mun hafa áhrif. Reynslan hefur einnig sýnt að „mjúk lög” þróast í gegnum árin í áttina að venju­legum lögum, sem eru algerlega bindandi í eðli sínu. Þannig að fólks­flutninga­sáttmáli SÞ er ekki bara ómerkilegur, áhrifa­snauð­ur pappír. 

Hver eru umdeildustu atriðin í samningnum?

Fólksflutningasáttmálinn er mjög yfirgrips­mikið skjal. Þar eru talin upp 23 markmið ásamt fjölda aðgerðar­áætlana. Þetta felur í sér mikið svigrúm til mismunandi túlkana. Ríkisstjórn Sviss viður­kennir að ein grein stangist á við svissnesk lög: Gæsluvarðhald fyrir 15 ára og eldri, þegar beðið er eftir brott­vísun, sem er löglegt í Sviss. Ríkisstjórnin vill halda þessari reglu og gera sérstaka yfir­lýsingu þess efnis. 

Á þinginu eru þó fjölmargar greinar aðrar sem menn telja geta valdið ágreiningi. Þar er einnig deilt um áhrif sáttmálans í heild sinni. Sáttmálinn felur í sér eftirfarandi viljayfirlýsingu: “Við viljum stuðla að öruggum, skipulegum og reglu­bundnum fólks­flutn­ingum.” Þeir sem ekki telja það jákvætt eru að sjálfsögðu mótfallnir sáttmálanum."

 

Eftirmáli JVJ:

Sú vökula, íslenzka kona, sem sendi okkur þennan texta, vill að þessi "illræmdi sáttmáli komist til umræðu á Íslandi. Það væri auðvitað svekkjandi ef meirihluti þjóðarinnar reyndist hlynntur aðild að honum en mér þykir þögnin um þetta mál hálfu verri. Það er algerlega ótækt að stjórnvöld taki á sig viðlíka skuldbindingu án þess að kjósendur fái veður af því."

Þá segir hún:

"Úr því sem komið er, væri best að fara að fordæmi Svisslendinga, þ.e. að fresta undirskrift, hætta við ferðina til Marokkó og gefa sér nægan tíma til að ræða þetta mál frá öllum sjónarhornum, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Þá er ekki ólíklegt að Svisslendingar fái að kjósa um aðild að sáttmálanum en maður leyfir sér vart að láta sig dreyma um svoleiðis munað."

Framhald af skrifum hennar um fólksflutningamálið, með mjög fróðlegum upplýsingum um ástand þess máls í þýzka sambands­þinginu, birtist hér um eða upp úr kl. 23 í kvöld.


Bloggfærslur 3. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband