Hverjum þjónar Brynjar Níelsson? Hann ber fyrst & fremst skyldu gagnvart þjóðarhag, stjórnarskrá og fullveldi landsins, ekki form. & varaform. flokks síns, Noregsstjórn eða ESB!

Það er áhyggjuefni að svo sjálf­stæð­ur þingmaður sem Brynj­ar Ní­els­son iðulega er, skuli eiga erf­itt með þor til að hafna kate­gór­ískt Þriðja orku­pakka ESB. "Ég vil reyna að kom­ast hjá því í lengstu lög, ef það er hægt, að inn­leiða þenn­an orkupakka," sagði hann á nýju stöðinni K100 í dag. "Ef það er hægt" -- að hugsa sér!!

Ef hann er óviss, hvað er honum þá að fyrirstöðu að neita að taka þátt í rússn­eskri rúll­ettu um þjóðar­hag og fullveldi landsins?

Ef hann er beittur þrýstingi, vill hann þá gjöra svo vel að upplýsa um, hvaðan hann kemur! -- innan lands frá eða utan frá?

Ef frá eigin forystusveit, Bjarna formanni, Þórdísi varaformanni, hinum hagsmunatengda Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra (tengdaföður Heiðars Guðjónssonar sem er að reyna að fá IceLink í gagnið!), þá má Brynjar til með að upplýsa flokksmenn sína um það! 91,6% aðspurðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í MMR-skoðana­könnun í vor voru andvíg þessum Þriðja orku­pakka -- höfnuðu honum! Það gerði landsfundur flokksins líka, sem og tveir fjölmennir almennir fundir sjálfstæðismanna í haust, með einróma samþykktum þar! Ef einhverjar valda­spírur í flokknum vilja ganga gegn þessum eindregna vilja flokks­manna, þá á sem fyrst að koma upp um þá, afhúpa þá og véla­brögð þeirra.

Ef þrýstingur í málinu kemur frá Brussel beint, skal Brynjar gjöra svo vel að upplýsa um það!

Ef frá Noregi, þaðan sem ráðherra(r) hafa komið til að þrýsta á um að Stór­þingið fái vilja sínum framgengt -- þeim orku­pakka-vilja sem 70% norsku þjóðar­innar er gersam­lega andstæð! -- þá skal hann líka viður­kenna hitt, að við höfum engar skyldur gagnvart norsku ríkis­stjórn­inni í þessu efni.

Ef hann veit til þess, að norskir vald­hafar beiti þving­unum, mútum eða hótunum um refsi­aðgerðir í þessu máli, skal hann upplýsa um það! 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja ekki innleiða orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband