"Ef þessi tilskipun ESB verður samþykkt á Alþingi, eru varnir okkar farnar"

Snilld var ræða Vig­dísar Hauks­dóttur lögfr. og fv. alþm. á fund­in­um um 3. orku­mála­pakka ESB á Há­skóla­torgi í gær. Hér eru nokk­ur af helztu atr­iðum ræð­unn­ar, sem fljót­lega verð­ur raun­ar hægt að nálg­ast í heild á mynd­bands­upp­töku af henni á net­inu.

Vigdís er mjög vel heima um þessi mál, síðan hún stóð í stríðu í Alþingi að tala gegn ESB-umsókn Samfylk­ingar­manna, og þekkir á þeim ýmsa fleti, sem öðrum eru ekki endi­lega ljósir, eins og fram kom í ræðu hennar. Hefur hún áfram fylgzt vel með ESB-málum og sér það glögglega, að í þessu tilfelli enn einnar EES-tilskipunar og tillögu um að innfæra hana í lög Íslands er um að ræða enn eitt dæmi um "spægipylsuaðferðina", þ.e. að koma öllu regluverki Evrópu­sambands­ins á okkur í smáum eða stærri skömmtum, hverjum eftir annan.

"En hér er verið að fjalla um náttúru­auðlindir" Íslands.

Ásækni ESB í þessu efni ber að skoða í ljósi þess, að "mikill orku­skortur er í Evrópu, verið er að loka þar ýmsum orku­verum, kola- og kjarn­orku­knúnum, sem eru talin úrelt og mengandi." (Orð V.H. hér jafnan höfð með tilvitn­unar­merkjum.)

"Ef Ís­land væri í ESB, stæði þessi um­ræða um Þriðja orku­mála­pakkann ekki yfir, því að við værum þá undir Lissa­bon-sátt­mál­anum" og lög ESB lög hér og engin von til þess að atkvæði okkar hefði neitt vægi gegn því í ESB-stofn­unum. (Af þessu sést raunar, hve gersamlega valdalaus við hefðum verið eftir "inngöngu" í Evrópusambandið, við myndum engu ráða t.d. um ákvörðun um sæstrenginn, og eins og bent hefur verið á, gæti ESB þá t.d. látið reisa hér ótal vindmyllur um landið og spillt hér útsýni. Aths. JVJ.)

"Það er skylda eins ríkis í ESB að skaffa öðru ríki þar orku, ef hana skortir."

"Það var í raun búið að opna orkupakkann [þ.e. stefnuna á þann þriðja] í ESB, þegar ESB-umsóknin [hans Össurar & félaga] stóð yfir," því að Lissabon-sáttmálinn gaf framkvæmdastjórninni valdheimildir í þessa átt.

"Íslendingum var lofað láni frá ESB til að leggja sæstreng, ef Ísland gengi í ESB"! Þetta var þegar umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið var á döfinni hjá Samfylkingunni 2009, þá var lofað þessu láni, partur af því að lokka okkur inn, en þarna sést, að strax var meðvitað farið að stefna á þennan sæstreng á meginlandinu árið 2009.

"Þingmenn eru undir gríðarlegri pressu ekki aðeins frá ESB, heldur einnig frá norskum stjórnvöldum að samþykkja 3. orkupakkann." En eins og ítrekað kom fram á fundinum (og Vigdís veit vel), myndi norska þjóðin kunna Alþingi heilar þakkir fyrir að hafna þessari ESB-tilskipun, því að 70% Norðmanna eru andvíg innfærslu hennar þar í landi.

"Ef þessi tilskipun ESB verður samþykkt á Alþingi, eru varnir okkar farnar."

"Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um málið voru aðallega fylgismenn tilskip­unar­innar í panelnum." [Svo var einn lesandi að kvarta hér á Fullveldis­vaktinni, að ráðstefnan á Háskóla­torgi HÍ í gær hefði verið "aðeins einhliða áróðurs­fundur"; en ekki varð þess vart, að viðkomandi segði það sama um fund HR! Ennfremur reyndi formaður Heimssýnar, próf. Haraldur Ólafsson, hvað hann gat til að fá meðmælendur Þriðja orkupakkans til að verða meðal ræðumanna í gær -- reyndi það í ráðuneytinu og víðar, en fekk engan til að taka að sér slíkt hlutverk; þetta upplýsti hann í fundar­slita­ræðu sinni í gær.] 

Norðmenn vita, að þessi tilskipun, gerð fyrir mun stærri þjóðir, á ekki við um aðstæður í þeirra landi, og ennþá síður á hún við á Íslandi. Ennfremur er enn ekki víst, að það myndi borga sig að flytja rafmagnið þessa löngu leið, svo mikil eru afföllin með núverandi tækni.

Undir lokin vék Vigdís að því, að mikið hefði verið reynt á sínum tíma að gera gys að henni fyrir að tala um "hreina orku" frá orku­auðlind­um Íslands og hins vegar "skítuga orku" frá evrópskum orkuverum (kola-, olíu- og kjarnorku­knúnum), sem við fengjum hingað til baka. En nú eru einmitt orku­fyrir­tæki hér farin að selja eignar­kvóta í sínum vottaða orkuforða og taka við óhreinum, neikvæðum kvótum í staðinn, þannig að nú geta t.d. íslenzk garðyrkju­fyrirtæki ekki lengur auglýst sig með vörur sem fram­leiddar eru með græna, endur­vinnan­lega orku að baki, því að þá yrði sagt við þau: Nei, þið eruð ekki með hreina og vottaða kvóta! (en þetta er eitt af því, sem hlotizt hefur af því, að gengið er út frá vísinda­tilgátunni um manngerða hlýnun jarðar í loftslags­málum).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þriðji orkupakkinn í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband