Allmikið skilur enn á milli Breta og ESB um fjárhagsuppgjörið

Nokkru fleiri Bretar telja, að landinu muni vegna betur eftir útgöngu úr ESB, heldur en þeir sem telja það gagnstæða (40:37%).

Reiptog er við ESB um hve mikið Bretum beri að greiða til Brussel til að jafna reikningana. Þeir bjóða 30-40 ma. punda, en ESB vill fá mun hærri upphæð, jafnvel var talan 100 milljarðar nefnd framan af, en nú er talað um 60 ma. og jafnvel 50-60. Bretar höfðu í upphafi talað um 20 ma., en í raunsæi sínu bjóða þeir nú um 36 ma. punda. Það eru yfir 4.900 milljarðar íslenzkra króna, en 50 milljarðar punda jafngilda rúmum 6.800 milljörðum ísl. króna. Munurinn er því enn um 1900 milljarðar ísl. kr.

Einhvers staðar munu þessi voldugu öfl mætast, ef að líkum lætur. Brezk stjórnvöld eru þó svartsýn á, að það gerist á næsta samningafundinum, 28. þessa mánaðar.

Byggt á forsíðufrétt í The Sunday Telegraph 6. ágúst.

JVJ.


mbl.is Meirihlutinn ósáttur við vinnubrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband