Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Bjarna er vaxið bein í nef - og þekkir bæði ESB og Evrulandið

Glæsilega skeleggur var Bjarni ráðherra Benediktsson í þingræðu sem sagt var frá í meðfylgjandi frétt. "Auðvitað vitum við hvað Evrópusambandið er. Það er birt í lögum, það er birt í sáttmálum. Við vitum nákvæmlega hvað Evrópusambandið er," sagði hann. Og í annarri frétt hér: Smám saman að sambandsríki

  • sagði Bjarni að þó almennt væri vilji til þess að eiga í alþjóðlegu samstarfi þá væri eðlilegt að staldrað væri við þegar fram kæmi krafa um að gengið yrði um of á fullveldi þjóðríkjanna. Einmitt það væri að gerast innan Evrópusambandsins þar sem rætt væri um mun dýpri samruna en til þessa. Þó sambandið væri ekki þegar orðið sambandsríki þá dyldist engum hvert hugur forystumanna innan þess stæði. (Mbl.is)

Og svo er evrulandið afar hæpið keppikefli, rétt eins og lágir stýrivextirnir þar eru EKKI til marks um þróttmikið efnahagslíf, heldur einmitt nauðsyn þess að leggja bakstra við það í veikindum þess. Bjarni ...

  • vísaði til nýlegra ummæla Marios Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að hans stærsti ótti um þessar mundir væri að Evrópusambandið væri að festast í stöðnunartímabili. Búið væri að lækka stýrivexti en evrusvæðið tæki ekki við sér. Vitnaði hann einnig til fjárfestisins George Soros sem hafi nýverið sagt að raunveruleg hætta væri á að evrusvæðið væri að sigla inn í krísu sem hefði þekkst í Japan undanfarna áratugi þar sem örvunaraðgerðir dygðu ekki til að kveikja líf í hagkerfinu.
  • Þess vegna hlyti umræðan meðal annars að snúast um það hvort heppilegt væri að tengjast svæði sem væri í algerri stöðnun og raunveruleg hætta á að væri að sigla inn í verðhjöðnun. Væri Ísland í Evrópusambandinu við slíkar aðstæður þýddi það að landið yrði af tækifærum til vaxtar og yrði að aðlaga sig að aðstæðum á evrusvæðinu. Spyrja þyrfti hvort það væri þess virði að fá stöðugleika sem yrði á endanum að stöðnun. Því væri enginn að sækjast eftir. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Þetta var hressilegur dagur hjá Bjarna í þinginu.

 

Bjarna er vaxið bein í nef,

blaðrar ekki: "kannski og ef."

Honum er það hentast nú

að hafna allri villutrú

og halda sér við sjálfstætt ríki,

þótt Samfylkingu aldrei líki.

 

 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „Vitum hvað Evrópusambandið er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki akademískt frambærileg skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ um sjávarútvegsmál Íslands og ESB

Sjávarútvegskaflinn er afar undarlegur, þar er ekki vísað í neinar heimildir að ráði, að öðru leyti en því að óþekktir og andlitslausir embættismenn í Brussel virðist koma þarna inn með heimildir sem skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að upplýsa hverjir eru. Þetta er ekki í boði í háskólasamfélaginu að koma fram með svona órökstuddar fullyrðingar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er engin heimildarskrá um það hver segir hvað. Þetta er eiginlega skýrsla óþekkta embættismannsins,

segir Vigdís [Hauksdóttir um skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ, sem birt var í dag] og bætir við að vitnað hafi verið í minnisblöð embættismanna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlögunarferlinu. (Mbl.is)

  • „Það er ekki hægt að bjóða okkur uppá það að vitna í tveggja manna tal. Ég hef farið í gegnum háskólanám og veit að allt þarf að vera skothelt varðandi heimildir og rökstutt til að ritgerðir og skýrslur séu teknar gildar af háskólasamfélaginu. Ef að ekki er gefin upp ákveðin heimild fyrir ákveðnum fullyrðingum þá veit maður ekki hvort að þær séu réttar,“ segir Vigdís sem telur ekkert benda til þess í skýrslunni að tilefni sé til að draga tillöguna til baka um að slíta viðræðum við ESB. Í raun sé búið að draga umsóknina til baka með því að hætta viðræðum og slíta samninganefndum. (Mbl.is)

Vel mælt hjá Vigdísi og þarft verk að afhjúpa svo augljósa þverbresti í þessari skýrslu sem átti að heita akademískt frambærileg, en er það ekki! Það verður aldrei neitt traust byggt á orðum nafnleysingja í málum sem varða þjóðarhag. Ónafngreindir embættismenn hafa t.d. ekkert vægi til móts við sjálfan stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle, einn af kommissörunum í sjálfri framkvæmdastjórn ESB og þannig með e.k. ráðherraígildi, en hann andmælti eindregið og leiðrétti á staðnum í Brussel fyrir nokkrum árum hjali Össurar Sarphéðinssonar um "klæðskerasaumaða lausn" handa Íslandi í sjávarútvegsmálum, --- sjá upptöku af orðaskiptum þeirra hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/ --- en samt er þetta óábyrga klæðskerasaumstal endurtekið í þessari skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ !! -- og vitaskuld án tilgreindrar heimildar!!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skýrsla óþekkta embættismannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að Úkraína fari í ESB og NATO er ekki jafn-sjálfsagt og sumum virðist

ESB-predikaranum Ólafi Þ. Stephensen virðist í leiðara 4. þ.m. þykja sjálfsagt að Úkraína hefði sótt um að ganga í NATO og raskað þar með öllu jafnvægi á svæðinu. Kænugarður er ein af upphafsborgum Rússaveldis, bæði veraldlega og andlega, þar var heil. Vladimír stórfursti, ættfaðir rússnesku konungs- og keisaraættarinnar, og tignaður sem þjóðardýrlingur Rússlands. Það væri fráleitt fyrir Rússa að vita af NATO-herstöð norðarlega í Úkraínu, nærri Kiev, og eins að NATO taki við Sevastopol-flotastöðinni um 2043. (Nánar um allt þetta o.fl. >  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1369690/ ).

En Ólafi ritstjóra ESB-Fréttablaðsins finnst líka sjálfsagt, að Evrópusambandið ágirnist Úkraínu, eins og segja má að komið hafi fram í opinberri yfirlýsingu Rampuys, forseta leiðtogaráðs ESB. (-->  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1366854/ ).

Sennilegt er, að samhliða hafi ESB stundað undirróðursaðferðir til að stuðla að upplausninni þar og valdatöku ESB-sinnaðra afla. Vinur minn íslenzkur á konu frá Úkraínu, og ættingjar hennar vita af því, að fólki var boðið að í endurgjald fyrir þriggja daga mótmælaþátttöku á Maidan-torginu í Kiev fengi það sem svaraði til hálfs mánaðar launa. Útþenslustefna lýsir sér ekki bara í beinu hernámi, og Brusselherrarnir geta sem bezt litið í eigin barm um tilefni þess sem nú hefur gerzt.

Jón Valur Jensson. 


Fv. utanríkisráðherra, varakanzlari Þýzkalands 1998-2005, mikill ESB-talsmaður, viðurkennir hér ýmislegt athyglisvert!

Joschka Fischer á grein í Mbl. 1/4, Stund sannleikans fyrir Evrópu, ritar m.a.:

  • Vissulega, hvort sem leiðtogar þess viðurkenna það eða ekki, er Evrópusambandið nú í beinum átökum við Rússa um stækkunarstefnu sína frá lokum kalda stríðsins. 

Já, það er miklu athyglisverðara, hvað Fischer játar hér, heldur en hitt, sem sem hann segir í áróðursskyni. Ennfremur segir hann:

  • Evrópusambandið verður að skilja að það er ekki í tómarúmi í nágrenni sínu til austurs og suðurs, og að vegna öryggis álfunnar er ekki hægt að líta framhjá mismunandi hagsmunum annarra velda þar, eða það sem verra er, samþykkja þá. Stækkunarstefna ESB er ekki bara eitthvert dýrt og forgengilegt gremjuefni; það er grundvallarþáttur í öryggi ESB og vörpun valds út á við.

Ætli innlimunarsinnar Íslands hafi áttað sig á þessu? -- Og hann segir enn:

  • kannski mun meginlandið nú átta sig á því að sameining Evrópu verður að fara mun hraðar fram, því að heimurinn – og nágrenni Evrópu sérstaklega – hefur ekki reynst vera eins friðsamur og margir, sérstaklega Þjóðverjar, hafa litið á hingað til.  

Þarna keyrir Fischer enn á samrunastefnuna, sem er raunar stefna ESB.

En þegar hann ritar:

Evrópa mun verða minna háð orku frá Rússum, fara yfir stöðu sína í öryggismálum og lykilhagsmuni, og draga til baka fjárfestingu og tvíhliða samstarf, –– og:

Rússland er algjörlega háð, viðskipta- og stjórnmálalega, vöru- og orkuútflutningi sínum, sem fer helst til Evrópu. Minni eftirspurn í Evrópu og olíuverð sem heldur ekki lengur uppi fjárlögum Rússa mun tálma Kremlverja fljótlega,

þá er það harla hláleg áherzla utanríkisráðherrans fyrrverandi, ESB-talsmannsins mikla, á þessum tímapunkti, þegar Rússar hafa nýverið gert risavaxinn viðskiptasamning við Japan um kaup á gasi, m.a. úr nýuppgötvuðum orkulindum á Sakhalín-eyju í Íshafinu. Með því hafa þeir til langframa gert sig langtum óháðari orkusölu til Mið-og Austur-Evrópu en þeir hafa verið fram til þessa, og það gerir þá um leið öruggari gagnvart viðskiptaþvingunum af hálfu ESB og Bandaríkjanna, m.a. vegna Úkraínu, sem Evrópusambandið ágirnist.

Jón Valur Jensson. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband