Ingibjörg Sólrún afhjúpaði tengslin milli óskastefnu Samfylkingarinnar að keyra okkur inn í ESB og stefnu hennar á stjórnarskrár­breytingar

Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson  Jón Steinar Ragnarsson, klár þjóðfélags­rýnir sem skrifað hefur um ESB-málefni, bendir enn á rótina að stjórn­ar­skrár­hugmynd Sam­fylk­ing­ar­innar, vísar á frétt frá 2009 til að "rifja upp hvenær og hvers­vegna þessi stjórn­ar­skrár­sirkus byrjaði".

Sannarlega er það nánast opinberun að lesa þessa átta ára Vísisfrétt:

Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild

 4. febrúar 2009 13:28Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún. 

Áttatíu daga stjórnin hyggst breyta stjórnarskrá á þann veg að Ísland getur á næsta kjörtímabili gengið í Evrópusambandið að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvæg breyting, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. Vara­for­maðurinn segir stjórnina vera að tryggja að Evrópumálin læsist ekki inni á næsta kjörtímabili. 

Evrópusambandsaðild er hvergi nefnd í verkefnaskrá 80 daga stjórnarinnar og eina tilvísunin til þessa mikla hitamáls er að Evrópunefnd skuli ljúka störfum við úttekt á viðhorfum hagsmuna­aðila til Evrópu­sambandsins og skila skýrslu 10 dögum fyrir kosningar. Í þeirri skýrslu eigi að vera mat á stöðu og horfum Íslands gagnvart samstarfi við Evrópuþjóðir og framtíðar­horfum í gjaldmiðlamálum.

En þótt lítið fari fyrir því í verkefnaskránni þá mun núverandi ríkisstjórn engu að síður gera mikilvægar breytingar á stjórnar­skrá sem leiða til þess að ef þjóð og alþingi kýs, þá getur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili.

Eins og staðan er núna þarf tvö þing með kosningum á milli til að breyta stjórnarskrá. 80 daga stjórnin ætlar hins vegar að breyta því svo að hægt verði að breyta stjórnarskrá með þjóðar­atkvæða­greiðslu. Og það þarf stjórnarskrár­breytingu til að ganga í ESB. Það þýðir að ef næsta ríkisstjórn hefur hug á að fara í aðildar­viðræður, þá þarf hún ekki að senda sjálfa sig heim og boða til kosninga, heldur getur einfaldlega lagt aðild að Evrópu­sambandinu í þjóðaratkvæði.

Ingibjörg telur mikilvægt að sett verði ákvæði í stjórnarskrána fyrir komandi þingkosningar svo þjóðin geti hvenær sem er gert breytingar á stjórnarskránni með þjóðar­atkvæða­greiðslu. „Það þýðir að þjóðin getur ákveðið að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum á næsta kjörtímabili ef hún svo kýs án þess að boðað sé til kosninga í millitíðinni."

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar og annar tveggja formanna Evrópunefndarinnar, segir mikilvægt að breyta stjórnarskránni nú til að læsa Evrópumálin ekki inni næstu fjögur ár. 

Já, augljóst er hér, til hvers refirnir voru skornir! Megintilgangur þessara leiðandi Samfylkingar­manna 2009 með hugmyndum um uppstokkun stjórnar­skrárinnar var sá að koma okkur inn í Evrópu­sambandið, það liggur ljóst fyrir í þessum afhjúpandi orðum formanns og vara­formanns Samfylk­ingar­innar í aðdrag­anda þessara stjórnar­skrár­mála. Allt masið um nauðsyn þjóðar­atkvæða­greiðslna og ákvæða um þjóðareign á auðlindum og að skýra betur stöðu forseta­embætt­isins í stjórnkerfinu var svo í áróðri þessara afla fyrir "nýrri stjórnar­skrá" fyrst og fremst til þess ætlað að þjóna þessum megintilgangi þeirra: að innlima Ísland í Evrópu­sambandið og undir forræði þess í löggjafarmálum.

Menn geta lært af þessu hvernig Samfylkingin er innrætt og hvað hún í raun setur á oddinn, eins og sýndi sig líka í Icesave-málinu, þegar flokkurinn hlýddi í þrælslegri auðmýkt því sem Brussel-valdið lagði hér að stjórnvöldum. Merkilegt hve flokknum tókst vel að fela svo þennan beina tilgang sinn, þegar á leið, en það afsakar ekki að margir, fyrst og fremst Rúv-fréttamenn í Efstasleiti, 365 miðlar og fjöldi álitsgjafa unnu eins og jarðýtur að þessum málum sem m.a. tóku þá mynd á sig að leggja til billega aðferð í 111. gr. tillagna hins ólöglega "stjórnlaga­ráðs" um framsal ríkisvalds til erlends valds (les: til Evrópu­sam­bands­ins) og svo annað ákvæði í 67. gr. sem koma átti beinlínis í veg fyrir, að þær "þjóðréttar­skuldbindingar" mætti endurskoða eða þeim hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Merkilegt er að uppgötva, að á næstsíðasta kjörtímabili hafði Inga Sæland, núverandi formaður Flokks fólksins, verið fylgismaður Samfylkingarinnar. Nýlega hefur hún þó í Útvarpi Sögu svarið af sér, að hún vilji koma Íslandi í ESB, en var hún þá í alvöru svona illa áttuð um stefnu síns gamla flokks, Samfylkingarinnar, þegar veldi hans var sem mest? Vart verður því trúað um þvílíka áhugamanneskju um stjórnmál, að hún hafi ekki vitað þetta. Gott og vel, kjaramálin hafa eflaust tekið huga hennar, en var fullveldi landsins ekki merkilegra í hennar huga en svo, að hún hafi þá verið reiðubúin að vinna gegn því með því að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt?

http://www.visir.is/g/200938564492

PS. Vegna lokaorða þessarar greinar (sem skrifuð var 22. september) skal þess getið, að Flokkur fólksins hefur nú lýst yfir ótvíræðri andstöðu sinni við Evrópusambandsaðild Íslands. Það sama á einnig við um Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Tillaga Bjarna „óásættanleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til að fylgja þessari sögu eftir þá var Essu gönuhlaupi frestað ,eð því að Framsóknarflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir stuðningi við þessa bráðabirgðarstjórn að haldið yrði stjórnlagaþing til að þjóðin gæti komið að þessu.

Upp úr þessu fór af stað kosningasirkúsinn um kjör stjórnlagaþings og svo "þjóðfundirnir" um víðan völl, sem áttu að gefa fólki tilfinningu um að það ætti þáttöku. Út úr þjóðfundunum kom ekkert annað en stikkorð um Heiðarleika,sanngirni, ábyrgð etc. Sem voru innihaldslaus og óstudd dæmum, sem sýndu tengsl við stornarskrá.

Í þessu húllumhæi gleymdist upphaflegur tilgangur í hugum fólksins, enda erum við þekkt af lélegu skammtímaminni. 

Síðan var kjör Stjórnlagaþings dæmt ólöglegt, en það stöðvaði Samfylkinguna ekki, heldur hunsaði hún dom hæstaréttar og stillti upp stjórnlagaráði án nokkurs samráðs við kjósendur.

Stjórnlagaráð skilaði svo af sér þeim óskapnaði sem þeir hnoðuðu saman og efnt var til svokallaðra kosninga um stjornarskránna, þar sem spurt var sex loðinna spurninga um innihald þessa flókna plaggs. Þar var forðast að nefna á nafn það sem var aðalatriðið. Framsal ríkisvalds til erlendra stofnana og samtaka. Sem sérstaklega hafði verið tekið fram í lögum um stjórnlagaþings, sem hafði fyrirfram mótaði það sem um skyldi fjalla.

Spurningarnar voru þessar.

1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

 

Minna en helmingur kjósenda nennti að hafa sig á kjörstað og niðurstaða kjösninganna var básúnuð sem skýr vilji þjóðarinnar um að fá nýja stjornarskrá, jafnvel þótt eingöngu um 20% kjósenda væri að baki niðurstöðunni. Það var nóg að svara efstu spurningu neitandi til að hafna þessu en samt voru þeir seðlar þar sem krossað var ið annað að auki, taldir með.

 

Jæja...svo voru stjórnarskrárdrögin send Feneyjarnefndinni (stjórnarskrárnefnd ESB) til blessunar, en nefnd þessi gaf drögunum falleinkun í skýrslu sem hún sendi frá sér 2013. Þar var m.a. gagnrýnt að alltof margir fyrirvarar væru fyrir framsali ríkisvalds, auk þess að þeir settu spurningar um greinar sem rýrðu vald forseta. (Eitthvað sem má ímynda sér að hafi komið til vegna óvildar í garð Ólafs Ragnars)

 

Nú voru göð ráð dýr. Það var komið að kosningum og engin tími til að fara í frekari "aðlögunarvinnu" á stjórnarskrá. Samfylkingin lýsti því það yfir að málið yrði sett á ís, samhliða ESB umsókn. Aldrei minnst á að bæði málin væru sama málið auðvitað.

 

Í bakherbergjum var þó fengið samþykki fyrir bráðabirgðarákvæði í stjórnarskrá um að hægt verði að breyta henni með þjóðaratkvæðum í stað tveggja þinga samþykkis. Þetta ákvæði rann svo út í apríl í fyrra.

Nú er eðli þessa breytingarákvæðis enn á oddinum hjá nytsömum sakleysingjum eins og Pírötum, sem virðast algerlega út á túni, eins og aðrir, um hvað málið snýst og snerist um í byrjun. Nú er þetta orðið þráhyggjukennt stagl um göfugt réttlæti og meintan vilja þjóðarinnar "vegna þess að hér var hrun".

 

Þá vitið þið það köru kjosendur. Hér varð hrun vegna þess að núverandi stjórnarskrá er gölluð. Engar frekari skýringar eru þarfar.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillur og vonda formatteringu á texta.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 14:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Því má bæta við að hugmynd bráðabirgðarstjornarinnar í var að koma okkur inn í sambandið á 6-8 mánuðum og Össur og Ingibjörg undirstrikuðu það oft með stjörnur í augum um "nýja ísland".

Þarna var sætt lagi til að nýta sér upplausn,angist og örvæntingu í samfélaginu eftir hrun og einatt talað um "ónýta Ísland".

Fyrir hrun hafði raunar verið klifað mikið á því að koma okkur í sambandið og taka upp evru. Fáir tóku eftir því.

Þær kröfur voru hæstar frá einkabönkunum, Kaupþingi, Íslandsbanka og Landsbanka, sem vantaði stærri stakk til frekari glæfra. Þeir voru þá löngu búnir að sprengja það litla efnahagskerfi sem þeir störfuðu í og vantaði víðari lendur í útrásinni. Voru jafnvel í einhverjum málaferlum til að knýja það fram.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 14:17

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér frábær innleggin, Jón Steinar, þetta er aldeilis eitilskörp yfirferð og greining og fín lesning fyrir marga.

Jón Valur Jensson, 22.9.2017 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband