Vilja að Pólverjum verði ekki refsað af ESB

Ungversk yfirvöld ætla ekki að líða það að Evrópusambandið beiti Pólverja þving­unum vegna breyt­ingar á lögum þar í dóms­mál­um. Viktor Orban, for­sæt­is­ráð­herra Ungverja­lands, heitir því að koma Pólverjum til varnar gegn íhlutun Evrópu­sam­bands­ins. Pólverjar telja sig vera að vinna gegn spillingu sem verið hafi í dómskerfinu, og öldungadeild þingsins þar hefur samþykkt laga­frum­varpið sem felur í sér að allir núverandi dómarar verði settir af og að dóms­mála­ráðherra velji dómara í þeirra stað. Vitaskuld er málið umdeilt, en Ungverjar vilja þó ekki, að Pólverjum verði refsað með því að svipta þá atkvæðis­rétti í ESB.

„Það er í hag Evr­óp­u og í anda vina­banda Pól­lands og Ung­verja­lands að her­ferðin gegn Póllandi gangi ekki eft­ir [...] Ung­verj­ar munu beita öll­um mögu­leg­um laga­úr­ræðum til þess að sýna sam­stöðu með Pól­verj­um.“ (Mbl.is, úr ræðu Or­bans sem hann flutti við há­skóla í Trans­sylvan­íu.)

Nánar má lesa um þetta í frétt Mbl.is hér fyrir neðan.

JVJ.


mbl.is Orban kemur Pólverjum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband