Eftirminnileg orð leiðtoga Grænlendinga

Jonathan Motzfeldt, leið­togi græn­lenzku land­stjórn­ar­inn­ar, sagði þetta um mögu­leikann á því, að Græn­land færi aftur í ESB: "Haldið þið að ég ætli að fara að láta eitthvert ítalskt möppu­dýr segja mér til um það, hvort ég megi fara út á minni trillu að veiða þorsk í soðið?!"

Það er ágætt að minna á þetta nú, þegar ritstjóri Fréttablaðsins gleymir í leiðara sínum í dag, að Grænland gekk úr Evrópusambandinu eins fljótt og mögulegt var eftir að þjóðin fekk ráðin yfir eigin málum í hendur. "Margt er óljóst," skrifar ritstjóri Fréttablaðsins um Brexit-málið og útgöngu Breta, "enda hefur engin þjóð gengið úr Evrópusambandinu áður." En þetta er rangt. Grænlendingar gengu úr Evrópubandalaginu 1985, en höfðu farið inn í það nauðugir 1973, sem hluti af danska ríkinu ...

"þrátt fyrir að um 70% þjóðarinnar greiddu atkvæði gegn því. Grænlendingar sóttu fast að fá forsjá eigin mála. Þeir fengu heimastjórn 1979 og þá var jafnframt hafin formleg grasrótarbarátta fyrir því að segja Grænland úr Efnahagsbandalaginu. Eftir að góður meirihluti Grænlendinga hafði samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr Efnahagsbandalaginu, hófust samningar um úrsögn sem lauk 1985 með formlegri útgöngu Grænlendinga.

Grænlendingar urðu þó að láta Efnahagsbandalaginu eftir tiltekin réttindi svo sem til veiða í grænlensku lögsögunni og ýmsar aðrar skuldbindingar sem sambandsríkin gáfu ekki eftir ..."

-- Jón Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra (http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1366342/)

Á breytilegu korti hér geta menn séð útþenslu/minnkun ESB á árunum 1957 til 2013:  http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359071/
Þar sést Grænland koma inn 1973 og hverfa út af kortinu 1986.
 Og innan fárra missera dettur Stóra-Bretland út!

Hér er svo góð mynd af Jonathan Motzfeldt með sinni íslenzku konu, Kristjönu Guðrúnu Guðmundsdóttur:

Jónatan Motzfeldt ásamt Kristjönu Guðrúnu Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni. Mynd: Morten Juhl

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ákveðinn strákur sem á konu með eld í æðum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2017 kl. 07:37

2 Smámynd: Jón Bjarnason

Gott að minna á fordæmi Grænlendinga að segja sig úr ESB. Það tók þá hinsvagar nokkur ár að ganga frá samningum því ESB var mjög kröfuhart og ósvífið gagnvart Grænlendingum . Það er svo sem táknrænt að ESB sinnaðir álitsgjafar á Íslandi minnast sjaldan á útgöngu Grænlendinga úr Efnahagsbandalaginu. Heyr fyrir Grænlendingum

Jón Bjarnason, 19.2.2017 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband