Höfum gát á ríkisstjórn með tvo ESB-innlimunarsinnaða flokka, þótt flestir sjálfstæðismenn standi með fullveldinu

Full ástæða er til að hafa auga með ESB-stefnu hins hvikula Bjarna Bene­dikts­sonar og nýs ráðuneytis hans, sem er í burðarliðnum. Þótt ESB-málið verði svæft þar til „und­ir lok kjör­tíma­bils­ins,“ er ekki allt á hreinu í raun, og við verðum enn að bíða beinna yfirlýsinga frá hinni nýju stjórn; ekki er unnt að treysta á óstaðfestar fregnir.

En staða málsins mun nú vera þessi skv. Mbl.is og tilgreindri heimild:

Ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar mun ekki leggja fram til­lögu á Alþingi varðandi mögu­lega um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á nú­ver­andi kjör­tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í drög­um að stjórn­arsátt­mála sem for­menn flokk­anna þriggja hafa kynnt fyr­ir þing­flokk­um sín­um. Þó er með nokkuð al­mennu orðalagi opnað fyr­ir þann mögu­leika að þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans geti stutt þing­mál varðandi um­sókn­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu, komi slíkt mál fram „und­ir lok kjör­tíma­bils­ins,“ eins og það mun vera orðað í sátt­mála­drög­un­um. Ekki virðist þó liggja fyr­ir ná­kvæm skil­grein­ing á því við hvaða dag­setn­ingu skuli miðað með orðalag­inu und­ir lok kjör­tíma­bils­ins.

Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland óska landsmönnum öllum nær og fjær farsæls nýs árs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Með stjórn sem finnst skattsvik siðferðislega rétt þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af ESB, þeir mundu neita okkur um inngöngu.

Jón Páll Garðarsson, 10.1.2017 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband