Mikill léttir að yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar um að EKKI verði farið í ESB-viðræður

Hér er ný, frábær frétt af skyndi­lega mjög einarð­legri yfirlýs­ingu Bjarna um að flokk­ur hans ætli ekki að hvika frá því að fara EKKI í aðild­ar­viðræður við ESB, hags­mun­um lands­ins sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Spurður hvort til greina kæmi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn setti málið á dag­skrá eða tæki þátt í því til að mynda með þjóðar­at­kvæðagreiðslu í ljósi stefnu sinn­ar sagði Bjarni: „Það er ekki okk­ar stefna að efna til slíkr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu og við höf­um ekki verið til samn­inga um slíkt.“

Spurður áfram hvort málið yrði hugs­an­lega sett í hend­ur þings­ins sagði hann: „Það er auðvitað ein­hver veru­leiki sem all­ir sjá, að slík mál geta komið fram á þing­inu og það er ekki eitt­hvað sem ein­staka þing­flokk­ar geta komið í veg fyr­ir. Og það væri óskyn­sam­legt.“ (Mbl.is, í viðtali hans við mjög marktækan, vandaðan blaðamann, Evrópufræðinginn Hjört J. Guðmundsson)

Hins veg­ar skipti máli hvernig yrði brugðist við ef slík mál kæmu upp í þing­inu, segir hann.

Spurður hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi bregðast við því ef til­laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu kæmi fram í þing­inu og yrði samþykkt sagðist Bjarni ekki geta tjáð sig um það. Hann ít­rekaði hins veg­ar aðspurður að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi ekki standa að um­sókn­ar­ferli að sam­band­inu. „Það vona ég að komi eng­um á óvart.“ (Mbl.is)

Það má taka ofan fyrir þessum skorinorðu yfirlýsingum Bjarna.

Fréttir, sem landsmönnum bárust í morgun og gengu í allt aðra átt, komu allar úr ESB-Fréttablaðinu, sem hefur líklega treyst á einhverjar vonir vina sinna í "Viðreisn" (öfugmælasamtökum), vonir sem nú eru að engu gerðar, og húrra fyrir því.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þjóðaratkvæði ekki stefna flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð frétt af vef Útvarps Sögu:

Lesendur Daily Express telja að Ísland eigi ekki að ganga í ESB

Ritað þann 3. janúar 2017 af Ritstjórn í flokkinn FréttirInnlent

Í könnun sem blaðið Daily Express gerði meðal lesenda sinna kemur fram að 94% þeirra sem tóku þátt telji að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. Könnunin var gerð í tilefni stjórnarmyndunarviðræðna Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar og í umfjölluninni er vitnað í orð Óttars Proppé um að samsteypustjórnin vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort endurvekja eigi aðildarviðræðurnar. Fram kemur í umfjölluninni að 64% íslendinga séu á móti inngöngu í ESB en að 36% styðji inngöngu.

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 18:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo má minna á athyglisverðar niðurstöður skoðanakönnunar MMR í nóvember sl., sjá hér: 4,8 sinnum fleiri mjög andvígir inngöngu í ESB heldur en þeir sem eru mjög hlynntir henni.

 

Jón Valur Jensson, 3.1.2017 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband