Brexit virðist ætla að standast þrátt fyrir hæstaréttarúrskurð

Ólíklegt er að úr­sk­urður­ Hæstaréttar Englands og Wales "komi í veg fyr­ir úr­sögn Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, þótt málið gæti seinkað því, að grein 50 verði virkjuð," segir ESB-fræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í fróðlegri grein á Mbl.is: Er Brexit búið að vera? 

Úrskurðurinn gekk út á, að Bretastjórn hafi borið að leita samþykkis brezka þingsins, áður en úrsagnarferli landsins úr Evrópusambandinu verði formlega hafið, ekki hafi nægt það "konunglega vald" sem ríkisstjórnin taldi sig hafa til þeirrar ákvörðunar. Ríkisstjórn Theresu May mun áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Bretlands (United Kingdom), og má búast við því, að hann úrskurði um málið í desember. Á meðan er margt orðið betur ljóst um að andstaðan við Brexit hefur fremur hjaðnað en haldizt við í fyrri styrk (sjá grein Hjartar), enda er t.d. pundið aftur á upp­leið í kjöl­far Brex­it-úr­sk­urðarins.

JVJ.


mbl.is Er Brexit búið að vera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bretadrottning lagði sitt til þegar haft var eftir henni, "Hvað höfum við að gera með Evrópusambandið" ekki orðrétt en meining sú sama.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2016 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband