Frakklandsforseti vill jafna flótta­manna­búðirnar í Calais við jörðu!

Sósíalistinn François Hollande er eins og fleiri leið­togar í Evrópu­sam­band­inu að gefast upp á lin­kind­inni í mál­efn­um hælis­leit­enda. Ekki vill hann tapa at­kvæð­um til Sarkozys og Marine Le Pen í forseta­kosningum á næsta ári, en þau svífa hátt í skoð­ana­könn­unum vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum.

Margir álíta Frakkland nú þegar ofsetið af múslimum, með 5-6 milljónir þeirra; þessi sterka blanda geri ofbeldissinnuðum öfgamönnum og meðlimum hryðjuverkasamtaka leikinn auðveldari, eins og sýndi sig í hryðjuverkunum miklu við Stade de France og í Nice. Eftirlitskerfi lögreglu og leyniþjónustu brast, enda verkefnin afar víðtæk víða um land og einkum í Suður-Frakklandi og höfuðborginni.

Leiðtogar Evrópusambandsins höfðu stór uppi orð um göfuga frammistöðu fyrir flóttamenn frá stríðs- og átakasvæðum eins og Sýrlandi og Líbýu, en nú hefur sljákkað í þeim vegna heimatilbúinna vandamála sem mörg ríkjanna eiga erfitt með að ráða fram úr.

Örlög Angelu Merkel eru enn óráðin og flokkur hennar á niðurleið, jafnvel í heimakjördæmi hennar Mecklenburg-Vorpommern, gagnvart hinum unga, þjóðernissinnaða flokki Alternative für Deutschland. Forsetakosningarnar í Frakklandi geta ennfremur orðið vendipunktur í þessum málum öllum.

Hver verða þá viðbrögð íslenzkra ESB-innlimunarsinna sem hingað til hafa fylgt línunni frá Brussel, Berlín og París?

Brexit has fuelled a rise in eurosceptism

"Evróskepticisminn" fær sína tjáningu í þessari nýju gerð af Brusselfánanum!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Flóttamannabúðir verði jafnaðar við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Afhverju segir þú ekki rétt frá Jón Valur?

Hann ætlar í stað flóttamannabúðanna að byggja skemmur og ætlar að klára það verkefni áður en vetrarkuldinn skellur á.

Eins og segir fréttinni:

---

Hollande hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðbúnaðinn í búðunum undanfarin misseri og nú hefur hann lofað því aðþeim verði lokað og að fólkið sem þar dvelur verði flutt í búðir víðs vegar um Frakkland þar sem aðbúnaður er betri.

---

Ertu í nafni "Fullveldisvaktarinnar" að ljúga vísvitandi eða vissir þú ekki betur?

Snorri Arnar Þórisson, 26.9.2016 kl. 12:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég laug engu, tók bara ekki eftir þessu, hélt ég væri búinn að ná aðalatriðunum framan af fréttinni og gleymdi að líta á hana aftur. En það er ágætt að þetta komi fram.

Bretar verða hins vegar fegnir að hafa þetta ekki hangandi yfir sér, að menn séu þarna við Calais að reyna að smygla sér í gegnum Ermasundsgöngin til þeirra.

Og það er auðvitað ástæða fyrir því, að hælisleitendur sóttu til Calais. Með því að loka búðunum þar, má búast við, að þeir leiti á önnur mið, t.d. til Niðurlanda og Norðurlandanna og jafnvel til Íslands, ef fréttir halda áfram að berast út um meginlandið, að Íslendingar séu með gisnari landamæri en ætla hefði mátt og landamæravörzlu háða dagsdaglegum duttlungum stjórnvalda sem óttast þrýsting pólitískt rétttrúaðra vinstri manna og anarkista!

Jón Valur Jensson, 26.9.2016 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband