Glæsilegur sigur brezkra sjálfstæðissinna: 52% fylgjandi úrsögn úr ESB

Baráttan var æsispennandi fram undir morgun, en er ótvíræð eftir talningu í nær öllum héruðum lands­ins. Cameron hefur boðað afsögn sína innan þriggja mánaða. Donald Trump fagnar úrslitunum.

16,8 millj­ón­ir kusu að segja skilið við ESB, en 15,7 millj­ón­ir vildu til­heyra sam­band­inu áfram. Skotar og Lund­únabúar kusu ESB-aðildina áfram, en landsbyggðarmenn, m.a. íbú­ar Wales og héraða á Suður-Englandi, vildu slíta á sam­bandið.

Nig­el Fara­ge, formaður UKIP, sem sl. 20 ár hef­ur bar­ist fyr­ir út­göngu Breta úr ESB, sagði á fundi með stuðnings­mönn­um „þetta vera sig­ur fyr­ir venju­legt fólk, fyr­ir al­menni­legt fólk.“

Hann hvatti Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra til að segja af sér, en AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir Phil­ip Hammond ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands að Ca­meron muni áfram gegna embætti for­sæt­is­ráðherra. Bæði Bor­is John­son, fyrr­um borg­ar­stjóri Lund­úna, og Michael Gove sem til­heyra þeim armi Íhalds­flokks­ins sem vill segja skilið við ESB, hafa und­ir­ritað stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við Ca­meron þar sem hann er hvatt­ur til að sitja áfram. (Mbl.is)

En með morgninum kom tilkynning frá Cameron, að hann hygðist segja af sér. Íhaldsflokkurinn er í augljósri kreppu.

Skotland er hér í erfiðri aðstöðu:

For­sæt­is­rá­herra Skota, Nicola Stur­geon, hef­ur sagt að úr­slit kosn­inga sýni það skýrt að Skot­ar telji framtíð sinni best borgið inn­an ESB, en ESB aðild var ofan í öll­um 32 héruðum Skot­lands. (Mbl.is)

Að frátöldu Grænlandi, sem sérstaklega var ástatt um og valdi úrsögn úr Evrópusambandinu 1985, verður Bret­land "fyrsta aðild­ar­ríkið í 60 ára sögu ESB til að yf­ir­gefa sam­bandið. Það mun þó ekki ger­ast sam­stund­is, en að sögn BBC mun úr­sagn­ar­ferlið taka að lág­marki tvö ár. Stuðnings­menn úr­sagn­ar úr ESB hafa sagt að ekki ætti að ljúka ferl­inu fyrr en 2020, þegar þing­kosn­ing­ar fara næst fram í Bretlandi." (Mbl.is)

Formlega mun for­sæt­is­ráðherra Bretlands "þurfa að ákveða hvenær hann eigi að virkja fimm­tug­ustu grein Lissa­bon-sátt­mál­ans, sem mun veita Bret­um tvö ár til að semja um úr­sögn úr sam­band­inu. Þegar búið er að virkja 50. grein sátt­mál­ans þá get­ur Bret­land ekki gengið í ESB  að nýju án samþykk­is allra aðild­ar­ríkja." (Mbl.is)

Og þetta hafði Ca­meron sagzt mundu gera, virkja grein­ina án tafar, ef kosn­ing­arnar færu á þennan veg, "en þeir Bor­is John­son og Michael Gove, sem hafa verið áber­andi í kosn­inga­bar­áttu Brex­it-liða hafa hvatt hann til að ana að engu. Þeir hafa þó einnig sagt að þeir vilji að viss­ar breyt­ing­ar verði strax gerðar m.a. að vald dóm­ara Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Bret­um verði tak­markað og að frjálsu flæði verka­fólks til lands­ins verði sett­ar höml­ur." (Mbl.is)

Hlutabréfavísitölur hafa fallið umtalsvert, einkum í brezkum bönkum. Stjórnandi Englandsbanka, Mark Carney, reynir í yfirlýsingu sinni að róa markaðinn, segir Englandsbanka "ekki hika við" að koma á stöðugleika markaða, og í því skyni verða 250 milljarðar punda lagðir til bankanna frá Englandsbanka (Guardian).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar kjósa að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband