Donald Trump er ekki hrifinn af ESB-þátttöku Breta

Hann segist frekar hallast að því að styðja út­öngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, m.a. til að minnka skriffinnsku, og er í viðtali við Sunday Times í dag. Hann vill jafn­framt halda góðu sam­bandi við alþjóðlega leiðtoga, þar á meðal Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, ef hann verður kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

En Ca­meron hef­ur reyndar gagn­rýnt Trump harkalega, einkum "hug­mynd­ir hans um að meina múslim­um að koma til Banda­ríkj­anna. Sagði hann hug­mynd­ina „sundr­andi, heimsku­lega og ranga“." (Mbl.is)

Trump kemur til Bret­lands 24. júní, degi eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna um framtíð Breta í Evr­ópu­sam­band­inu, en erindi hans er meðal ann­ars að vitja um tvo golf­velli sem hann á í Skotlandi. 

J. byggði á Mbl.is.


mbl.is Trump vill að Bretar yfirgefi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband