ESB-málpípur á Íslandi eru málpípur fortíðar, ekki farsællar framtíðar. En tekst BREXIT þrátt fyrir óhemju-áróður?

Aumt á Halla Tómasdóttir frambjóðandi að vita ekki af því, að Evr­ópusam­bandið heyrir til með fortíð gamalla, íhlut­unar­samra stór­velda, ekki framtíð sjálf­stæðra, vax­andi smáþjóða. 

Það verður gaman að sjá svipinn á þessu ESB-liði, ef BREXIT tekst þrátt fyrir óheyrilegt áróðursfé sem Evrópu­sambandið eys í já-baráttu sína og Camerons í Bretlandi: 25 milljörð­um evra, þ.e.a.s. um 3.500 millj­örðum íslenzkra króna eða um 54.000 krónum íslenzkum á hvern íbúa Bretlands!

Ef naumt verður á mununum í atkvæða­greiðslunni, blasir við, að svo tröll­auk­inn áróður getur einmitt gert útslagið -- jafnvel hjá stórþjóð eins og Bretum!

Hvað verður þá um smærri þjóðir? -- Jú, það er þegar vitað, að Evrópu­sambandinu tókst einmitt slík áróðurs-atrenna að bæði Svíum og Tékkum, með naumum úrslitum, sem Svíar t.d. sáu fljótt eftir, en í sömu tilraun í Noregi rétt slapp sú þjóð við að láta innlimast.

Enn frekar þurfa Íslendingar að verða sér meðvitaðir um, að það gengur ekki, að við teflum fullveldinu í tvísýnu með því að láta bara nauman meirihluta ráða úrslitum, ef kosið yrði um inntöku Íslands í Evrópusambandið. Jafnvel til breytinga á Sambandslögunum þurfti 75% greiddra atkvæða. Að breyta frá sjálfstæðu, fullvalda lýðveldi til fullveldisskerts, lítt sjálfstæðs lands í megin­málum og opins fyrir erlendum útgerðum og fiskveiðum ESB-manna upp að 12 mílum a.m.k., það er engin smá-breyting, heldur risavaxin rétt eins og Gamli sáttmáli, þótt með öðrum hætti sé.

En einhver að minnsta kosti EIN stjórnarskrárbreyting þarf að verða hér á landi, þá er hún sú, að gerð verði lágmakskrafa um að 4/5 eða 3/4 atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til að gera landið part af stórveldinu á megin­landinu.

Reyndar ætti hreinlega að banna slíka innlimun, enda eigum við ekki ein þetta land, heldur framtíðar-afkomendur okkar líka. Látum það ekki fara til spillis og verða verstöð erlendra fjármálafursta! Og höfnum TISA-samningnum, sem gerður er einmitt slíkum alþjóðlegum fjármálaöflum í hag!

PS. Annar pistill undirritaðs: Halla Tómasdóttir Icesave- og ESB-kona!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Val á milli fortíðar og framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband