Sundurlyndi meðal brezkra íhaldsmanna í Brexit-málum kemst á nýtt stig

Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands.

Th­eresa May, inn­an­rík­is­ráðherrann, segir Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu draga úr ör­yggi Bret­lands og að Bret­ar ættu að segja sig frá hon­um.

Hún bendir á viss skaðleg áhrif sáttmálans:

May sagði að það væri mann­rétt­inda­sátt­mál­inn frek­ar en Evr­ópu­sam­bandið sem hafi tafið brott­vís­un öfga­manns­ins Abu Hamza frá Bretlandi um fleiri ár og kom næst­um því í veg fyr­ir brott­vís­un íslam­ist­ans Abu Qatada.

„Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn get­ur bundið hend­ur þings­ins, hann bæt­ir engu við hag­sæld okk­ar, hann ger­ir okk­ur minna ör­ugg með því að koma í veg fyr­ir brott­vís­un hættu­legra er­lendra rík­is­borg­ara og hann ger­ir ekki til að breyta viðhorf­um rík­is­stjórna eins og þeirr­ar í Rússlandi þegar kem­ur að mann­rétt­ind­um,“ sagði May í ræðu sem var ætlað að tala fyr­ir áfram­hald­andi veru Breta í ESB.

May hef­ur verið nefnd sem eft­ir­maður Dav­ids Ca­meron for­sæt­is­ráðherra, sem leiðtogi Íhalds­flokks­ins. Er ræða henn­ar tal­in hafa verið átt að vera mót­vægi við bar­áttu Ca­merons fyr­ir því að Bret­ar haldi sig í ESB. (Mbl.is)

En hún fullyrðir að Bret­ar ættu ekki að ganga úr ESB, held­ur segja sig frá Mannréttindasátt­mál­an­um og lög­sögu hans. En þar með myndi reyndar Bretand hætta að uppfylla kröfu ESB um að meðlimaríkin viðurkenni sáttmálann.

Þótt ummæli hennar hafi mætt harðri gagnrýni, einkum úr Verka­manna­flokknum, er vitað, að fjölda manns ofbýður, hvernig jafnvel þekktir öfga- og æsinga­menn í röðum múslima hafa fengið að þrífast á brezka velferðar­kerfinu í skjóli laga­verndar og þiggja mörg hundruð þúsunda króna í húsnæðis- og barnabætur.

JVJ.


mbl.is Bretar segi sig frá mannréttindasáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband