ESB-menn fá sérmeðferð hjá Fréttastofu Rúv

Athygli vakti undirritaðs, að í há­degis­fréttum Rúv var Vil­hjálmi Þor­steins­syni, gjald­kera Sam­fylk­ing­ar, gef­ið sér­stakt færi á að tala gegn krón­unni og með Evr­ópu­sam­band­inu. Ólíkt harðri at­sókn Frétta­stofu Rúv gegn for­sætis­ráð­herra o.fl. ráð­herr­um fekk Vilhjálmur (sem er frændi undir­ritaðs og aðal­eigandi CCP) algera sérmeðferð hjá Rúv: hann þurfti ekki að sitja undir hvössum spurn­ingum frétta­manns, þurfti ekki að mæta í viðtal og heldur ekki að sitja undir algengum ummælum Rúv-manna um ýmsan annan þessar vikurnar: "hann/hún gaf ekki færi á viðtali við frétta­stofuna." –Já, vitaskuld fá meiri háttar tals­menn Evrópu­sambandsins sérmeðferð hjá þessari hlut­drægu Fréttastofu Rúv.

Ólíkt þessari aðferð meintra fréttamanna sagði þó sjálfur Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vegna þessa máls við mbl.is í gær, að það sam­rýmd­ist ekki því að gegna trúnaðar­störf­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una að tengj­ast fé­lög­um í skatta­skjól­um, flokk­ur­inn hefði tekið af­ger­andi af­stöðu gegn slíku. 

Vilhjálmur gerir lítið úr muninum á tekjuskattinum, sem hann greiðir í Lúx­emborg miðað við Ísland (það muni 1,84%), en Páll Vilhjálmsson blm. hefur annað og ekki síður athyglisvert sjónarhorn á málið:

Græðir á Íslandi, greiðir lága skatta í Lúx

Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylk­ingar stundar at­vinnu­starfsemi á Íslandi en sækir í skattaskjólið í Lúxembúrg, sem Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri ESB bjó til handa auðmönnum.

Ólíkt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stundar Vilhjálmur atvinnustarfsemi hér á landi. Arðurinn er skattlagður í Lúx og kemur ekki til samneyslunnar hér á landi.

Skattaskjólið í Lúxembúrg er skálkaskjól, enda lágskattastefnan, sem Juncker bjó til, handa auðmönnum í ESB-ríkjum sem öðrum.

Fróðlegt – en ekki tíundað í "Ríkisútvarpinu"!

Jón Valur Jensson.

mbl.is Aflandsfélagið ekkert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jafnvel mætti halda því fram að gjaldkeri Samfylkingarinnar sé mjög trúr sinni sannfæringu með því að geyma fé sitt í hjarta evrulands. wink

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2016 kl. 21:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleymir þú því ekki að Lúxemburg er SKATTAPARADÍS ekki síður en Bresku Jómfrúreyjarnar, Guðmundur? wink

Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 09:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei ég gleymdi því alls ekki.

Skattaparadís í hjarta evrulands.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2016 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband