Sviss verður ekki lengur umsóknarland að Evrópusambandinu

Á sama tíma og aðeins 5% Svisslendinga vilja ganga í ESB, samþykkir þingið þar með 126 at­kvæðum gegn 46 þings­álykt­un­ar­til­lögu um að um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði dreg­in til baka. Þessi formlega afgreiðsla neðri deildar þingsins er fagnaðarefni og ætti að vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar um það, sem gjöra ber, enda er nú líka lag til þess, með gömlu Icesave-flokkana tvo að nálgast það að vera í útrýmingarhættu!

Áður höfðu sviss­nesk­ir kjós­end­ur hafnað aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 1992.

Og takið eftir þessu:

Haft er eft­ir Didier Burk­halter, ut­an­rík­is­ráðherra Sviss, á frétta­vef sviss­nesku sjón­varps­stöðvar­inn­ar SRF, að um­sókn­in hefði raun þegar glatað gildi sínu og Sviss væri ekki á lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki. Þings­álykt­un­in væri fyr­ir vikið óþörf. [Svissneski þingmaðurinn Lukas] Reimann [flutningsmaður tillögunnar] seg­ir hins veg­ar í frétt­inni nauðsyn­legt að hafa skýr­ar lín­ur í þess­um efn­um. Vegna um­sókn­ar­inn­ar hafi Evr­ópu­sam­bandið ekki litið á Sviss sem sjálf­stætt og full­valda ríki. Á vefsíðu Rei­manns seg­ir að um­sókn­in hafi staðið Sviss fyr­ir þrif­um í sam­skipt­um og samn­ingaviðræðum við sam­bandið. (Mbl.is)

Þetta var þó ekki endanleg afgreiðsla málsins, því að þings­álykt­un­ar­til­lag­an fer næst til efri deild­ar sviss­neska þings­ins, verður tek­in fyr­ir þar í júní.

Þingmaðurinn Reimann var í viðtali við Morgunblaðið vegna málsins og taldi þar

... nær eng­ar lík­ur á öðru en að til­lag­an verði samþykkt þar líka. Verði sú raun­in fell­ur í hlut rík­is­stjórn­ar Sviss að fram­kvæma vilja þings­ins og draga um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið form­lega til baka. Fram kem­ur á vefsíðu Rei­manns að sam­kvæmt skoðana­könn­un­um vilji aðeins 5% Sviss­lend­inga ganga í sam­bandið.

Eins og segir á vef Heimssýnar í dag: Það ætti að vera hægðarleikur fyrir íslenska þingið að koma í kjölfarið. Það er ekki nokkur minnsta ástæða til að hafa þetta hvimleiða mál hangandi yfir okkur áratugum saman.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB-umsókn Sviss verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband