Á milljóna-styrkþegi ESB að sitja Bessastaði - "með sæmd" eða hvað?

Einhverjir aðilar hafa látið sér detta í hug að etja vara­þing­manni Samfylk­ingar, ESB-áróðurs­mann­inum Baldri Þórhalls­syni, út í fram­boð til emb­ættis for­seta Íslands! Fréttin af þessum frá­leitu fram­boðs­hugmyndum gefur tilefni til að endurbirta eftir­farandi grein undirritaðs á Vísis­bloggi 29. júní 2011 og það þeim mun fremur sem 365 miðlar hafa þurrkað út allar þær þúsundir greina sem skrif­aðar voru á Vísis­bloggið gegnum tíðina!

Áður en að greininni kemur, er rétt að minna á, að Evrópusambandið útnefndi þennan sama Baldur sem Jean Monnet-rannsóknar­prófessor og lagði til 8 milljónir króna samhliða því til rannsóknar­stofnunar hans við HÍ.

Baldur Þórhallsson stundar blekkingariðju

Í grein hans í Fréttablaðinu [29.6. 2011] blasir þetta við. Hann vogar sér að líkja ESB-innlimun við helstu samninga Íslendinga við aðrar þjóðir hingað til, þ.e. um landhelgismálin, aðild að EFTA (1972), fríverslunarsamninginn við ESB 1974, EES-samninginn 1994 og Schengen-samninginn 2001.

Af því að Íslendingar hafi náð "nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar," þó "ekki átakalaust," telur hann þetta sýna "að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar."

En vitaskuld yrði alger eðlisbreyting á málum sjávarútvegs okkar og landbúnaðar við breytingu frá EES til fullrar inntöku landsins í ESB, og það veit Baldur mætavel. ESB krefst þar æðsta framkvæmda- og löggjafarvalds!

ESB verður heldur ekki líkt við neinar alþjóðastofnanir sem við eigum aðild að, svo sem SÞ, GATT, Norðurlandaráð og NATO. Evrópusambandið tekur sér bæði löggjafarvald, framkvæmda- og dómsvald, og á fyrstnefnda valdssviðinu er það ekki aðeins í afmörkuðum atriðum, heldur nánast allsherjarvald:

  • Í 1. lagi kæmu þá langt yfir 95% af öllum lögum okkar beint frá Brussel og Strassborg og hefðu ENGA viðkomu hjá Alþingi né hjá forsetanum og sízt af öllu hjá þjóðinni.
  • Í 2. lagi fengju öll ESB-lög – m.a.s. reglugerðir og tilskipanir ráðherraráðsins í Brussel, þar sem við hefðum nánast ekkert vægi – algeran forgangsrétt fram yfir ÖLL íslenzk lög, m.a.s. stjórnarskrána – allt yrði að víkja fyrir ESB-lagaverkinu, ef lög landsins ríða í bága við það, sem ESB-þingmenn eða ráðherraráðið hafa ákveðið eða eiga eftir að ákveða! (sjá órækar sannanir hér!).

Margítrekað er það af hálfu ESB, að Ísland yrði sem “aðildarríki” að lúta sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu ríkjasambandsins. Sú stefna, sem og í öðrum málum, yrði ákveðin að 99,2% af öðrum ESB-þingmönnum en íslenzkum og að 99,94% með atkvæðum ráðherra annarra þjóða en Íslands.

Endilega lesið grein mína: Á Fréttablaðið að komast upp með að þegja í þágu ESB um meginstaðreynd um ráðherraráðið? 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Baldur og Felix á Bessastaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband