Galdraformúla evrunnar virkar engan veginn á Finna

Evran, sem öllu átti að breyta hér til batnaðar, var helzta beita Sam­fylkingar til að narra Íslend­inga inn í stórveldi, sem nú er í stöðnun og stórfelld vandræði fram undan. 

Þótt Finn­ar vogi sér ekki að sleppa evrunni (54% vilja halda henni, 31% vilja losa sig við hana), telja rúmlega tvöfalt fleiri þeirra, að finnskt efna­hags­líf væri í betri stöðu án evr­unn­ar, heldur en hinir sem álíta að það hefði slæm áhrif að segja skilið við hana. 

  • Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir finnska rík­is­út­varpið YLE. Sam­tals eru 44% Finna á því að efna­hag­ur Finn­lands væri í betri mál­um án evr­unn­ar en 20% telja að finnskt efna­hags­líf væri í verri stöðu utan evru­svæðis­ins. 30% segja að það myndi engu skipta. (Mbl.is)

Alveg er ljóst, að við Íslendingar höfum komizt miklu betur af eftir banka­krepp­una með okkar sjálfstæða gjaldmiðil heldur en Írar, sem með evruna á bakinu og þær tilætlanir Evrópusambandsins, að þjóðin tæki ábyrgð á bönkunum, hafa glímt mun lengur við eftirköst bankahrunsins. Hér í norðri aftur á móti gaf sveigjanleg krónan okkur vítamínsprautu til útflutningsatvinnuvega, og gengis­fallið 2008 stórlækkaði hér verðlag í alþjóða-samanburði og varð þannig öflugur hvati til þeirrar byltingar í ferðamanna­straumi sem hefur átt sér stað síðan, með stóraukningu gjaldeyris- og þjóðartekna.

Grafið hér fyrir neðan sýnir m.a., að frá því að sá fæddist, sem þetta ritar, hefur erlendum ferðamönnum fjölgað hér nánast úr núlli og uppi í eina milljón og raunar yfir 1200 þúsund á þessu ári, og ekkert lát er enn á aukningunni.

Fjöldi ferðamanna 1949-2014 línurit

Enn má nefna, að atvinnuleysi á Írlandi er nú 8,9%, en hér á landi er það 3,5%. Í Finnlandi er atvinnuleysið 8,2% nú undir lok ársins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telja Finnland betur sett án evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.12.2015 kl. 16:18

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þar segir Páll Vilhjálmsson blaðamaður:

Uppsláttarfrétt Die Welt í morgun er að Finnar telji evruna söguleg mistök. Með fréttinni er sláandi línurit sem sýnir þrjár kreppur í finnskri efnahagssögu.

Með sjálfstæðum gjaldmiðli unnu Finnar sig hratt og vel úr tveim kreppum. Þriðja kreppan, sem nú stendur yfir, er til muna verri en hin tvær - enda Finnar bundnir í báða skó með evru sem gjaldmiðil.

Finnar horfa öfundaraugum til Svía. Efnahagskerfi Svía hefur frá kreppuárin 2008 vaxið um átta prósent, þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli. Á sama tíma hefur orðið sex prósent samdráttur í efnahagskerfi Finna.

Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði talar enga tæpitungu: Finnar áttu aldrei að taka upp evru. Því miður fyrir þá er hægara sagt en gert að hverfa úr evru-samstarfinu.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.12.2015 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband