Sendiherra ESB tjáir vilja ESB: að komast yfir Ísland

Ófyrirleitið er það ekki aðeins af sendi­herra ESB á Íslandi, heldur af stór­veldinu sjálfu að tala um að Össurar­umsóknin geti enn verið í gildi, því að full­mekt­ugur (pléni­potenti­aire) er sendi­herrann til að tjá stefnu Evrópu­sambandsins fyrir þess hönd, skv. sínu skip­unar­bréfi, og gerði það með þessu (sjá tengil neðar).

Það var við því að búast, að refsskapur Brusselmanna kæmi fram í þessu máli, ekki sízt þegar utanríkisráðherrann Gunnar Bragi reyndist jafn-ragur, svikull og meðfærilegur í málinu og raun ber vitni og ríkisstjórnin engu skárri.

Menn hafa lengi vitað um yfirlýstan illan ásetning Árna Páls og Össurar í málinu: Þeir hafa skrifað til Brussel og láta sem bréf Gunnars Braga hafi ekkert gildi og að ótrauðir ætli þeir sér að "halda áfram með" umsókn sína (Össurarumsóknina ólögmætu) um leið og þeim gefst tækifæri til, enda telur Samfylkingin hana í fullu gildi eða lætur sem hún sé það.

Og þetta er auðvitað útþenslu­sinnuðu stórveldinu að skapi. Þess vegna eiga menn ekki að láta það blekkja sig, hvað gerzt hefur á einhverjum (en alls ekki öllum) vefsíðum ESB. Engin formleg yfirlýsing hefur komið frá fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins um að Ísland hafi endan­lega og formlega hætt við umsóknina og að hún sé því ekki lengur til staðar og að sækja yrði um upp á nýtt, ef einhver ríkisstjórn hér vildi komast inn í þeirra tröllslega bákn.

Og þess vegna eiga menn heldur ekki að láta það koma sér á óvart hvernig sendiherra ESB talar. Það staðfestir einmitt það, sem hér var sagt um stefnu Evrópusambandsins í málinu, enda er sendiherrann þess löglega málpípa með fullu valdi til að lýsa stefnu þess fyrir þess hönd.

Svo er það bara aukageta hans, svona eins og til gamans að stinga fleini í Gunnar Braga og sýna honum fullkomna óvirðingu um leið, að láta vita af því, að það sé ekkert mark tekið á leikþætti hans og óskuldbindandi afturfóta- og handarbaks-vinnubrögðum.

Hér verðum við að vera sammála Styrmi Gunnarssyni* og Jóni Bjarna­syni,** formanni Heimssýnar, eins og þeir hafa sjáð sig um málið.

* http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2160442

** http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2160457/

Jón Valur Jensson.

mbl.is ESB-umsóknin mögulega enn í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ríkisstjórnin á bara að hætta þessari hræðslu við stjórnarandstöðun og leggja fram frumvarp um afturköllun umsóknarinnar og afgreiða það fumvarp bara á þann hátt sem ber.  Svo á bara að afturkalla þessa umsókn á ÓUMDEILDAN HÁTT ÞANNIG AÐ EKKI VERÐI UM NEINA ÓVISSU AÐ RÆÐA.

Jóhann Elíasson, 26.11.2015 kl. 14:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er 100% sammála þér um þetta, Jóhann.

Slík afturköllun væri í fullu samræmi við stefnumörkun landsfunda ríkisstjórnarflokkanna tveggja stuttu áður en þeir komust til valda.

Jón Valur Jensson, 26.11.2015 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband