Frábær er grein Styrmis Gunnarssonar í dag

Hann svarar gagnrýni ESB-sinna verðuglega, segir m.a.:

"Grikkir eru ekki lengur sjálfs sín ráðandi. ESB hefur meira að segja skv. "samkomulaginu", sem gert var um helgina, neitunarvald gagnvart lögum sem samþykkt eru á gríska þinginu!

Írar voru ekki sjálfstæð þjóð, þegar þeir voru þvingaðir til að taka ábyrgð á öllum skuldum írskra einkabanka.

Ítalir voru ekki sjálfstæð þjóð, þegar forsætisráðherra Ítalíu var flæmdur frá völdum með skipulegum aðgerðum.

Grikkir voru ekki sjálfstæð þjóð haustið 2011, þegar Papandreou var skipað að falla frá þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hann hafði tilkynnt að fara mundi fram.

Fleiri dæmi má nefna af sama tagi."

Fyrsti hluti þessarar greinar Styrmis, Hvers vegna ekki opin skoðanaskipti sjálfstæðismanna um Ísland og ESB?, tekur á öðrum hlutum, frábærlega vel, en óþarfi að endurtaka þá hér, því að menn geta og þurfa að lesa þetta allt hjá honum sjálfum, þar er sannarlega hægt að hrífast og samsinna rökfestu hans, m.a. um það, sem leiddi hann að þessum lokarökum. Alveg er ljóst, að fullveldi norrænu ESB-landanna þriggja hangir aðeins í lausu lofti, meðan Evrópu­sambandið hefur ekki neytt sinna valdheimilda, eins og það hefur hins vegar nú þegar gert gagnvart Grikklandi, Ítalíu og Írlandi -- og raunar einnig Ungverjalandi, sem Evrópusambandið þvingar til að afnema löggjöf um seðlabankann í Búdapest* og hefur unnið gegn stjórnarskrá Ungverja.

* http://www.spiegel.de/international/europe/unlawful-constitution-eu-takes-legal-action-against-hungary-a-809669.html

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er það sem við NEI-sinnar höfum verið að benda á í gegnum tíðina en INNLIMUNARSINNAR hafa mótmælt hástöfumNú kemur í ljós að við fórum með rétt málÞAU FALLA HVERT AF ÖÐRU VÍGI INNLIMUNARSINNA.....

Jóhann Elíasson, 14.7.2015 kl. 18:35

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

 Bravó, klapp fyrir þessarri grein og ég tek undir orð Styrmis: Hvers vegna eru ekki haldnir fundir í Valhöll, þar sem menn takast á með rökum um þessi mikilvægu málefni lands og þjóðar?

Gústaf Adolf Skúlason, 14.7.2015 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband