Árni Páll Árnason fer með fleipur um stuðning verkalýðs við ESB-umsókn

Á sama tíma og Bretar færast nær því að ganga úr ESB, nái íhaldsstjórnin ekki hag­stæðari aðild­ar­skil­málum handa Bret­um, býður Árni Páll upp á lygimál í ESB-Fréttablaðinu í gær:

  • "ESB-umsóknin hefur ekki spillt fyrir samstarfi [Samfylkingarmanna] við verkalýðshreyfinguna, enda umsóknin átt mikið fylgi meðal verkalýðshreyfingarinnar."

Þetta er nú djörf skreytni! Margítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum, að meðal þess meirihluta Íslendinga, sem er andvígur Evrópusambands-inntöku landsins, eru verkalýðsstéttirnar og landbyggðarmenn mun öflugri í andstöðunni heldur en háskólagengnir og fólk á höfuðborgarsvæðinu.

Að "verkalýðsrekendum" hafi tekizt að sölsa undir sig stéttarfélög og einkum ASÍ, auk lífeyrissjóðanna, með afar þunglamalegum, ólýðræðislegum framboðs- og kjörreglum, eru engin meðmæli með því, að menn taki mark á ESB-stuðningsyfirlýsingum Gylfa Arnbjörnssonar hagfræðings, forseta ASÍ, og fylginauta hans (t.d. Ólafs Darra hagfræðings) og á Evrópusambands-meðvirkni þessara verkalýðsforingja, sem fram hefur komið m.a. í því að hvetja meðlimi hreyfingarinnar til Brusselferða, þar sem matur og vín er borið í þá, í fínasta hótelplássi, ásamt áróðurs-innleiðslu þeirra í glæsihöllum valdsins; svo eru þeir leystir að auki úr hlaði með drjúgum "vasapeningum"! Hefur Jón Bjarnason, fv. ráðherra, fjallað á afhjúpandi hátt um þau síðastnefndu málefni, tókst jafnvel að þrýsta grein um það inn í sjálft Fréttablaðið (grein sem þó var að sjálfsögðu ekki slegið upp á leiðaraopnunni eins og greinum þeirra sem eru í "náðinni" hjá Jóni Ásgeiri).

Við skulum minnast þess, að sjálfur foringinn Gylfi Arnbjörnsson var einn þeirra sem studdu bæði Icesave II- og Icesave III-samningana, þvert gegn þjóðarhag, en þókknaðist vitaskuld með því Brussel-herrunum. Fyrrnefnda ömurlega samninginn, sem ekki sízt atvinnurekendur studdu, auk Gylfa, Margrétar Kristmannsdóttur, Vilhjálms Þorsteinssonar í CCP, Gylfa Magnússonar prófessors í hagfræði, Gylfa Zoëga hagfræðings, Þórólfs Matthíassonar hag­fræðings, Más Guðmundssonar, hagfræðings og seðlabankastjóra, og Ólafs Þ. Stephensen, felldi þjóðin með 98% atkvæða!* Ekki lét Gylfi sér það að kenn­ingu verða, heldur studdi líka Buchheit-samninginn (Icesave III),** sem nú væri búinn að kosta þjóðina um eða yfir 80 milljarða kóna og það í einbera vexti, óafturkræfa,*** hvað svo sem kemur út úr þrotabúi Landsbankans gamla! 

Guðmundur Gunnarsson, fv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands, tók sérstaklega fram, að já við Icesave-samningnum væri "forsenda þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast"!** Góður í öfugmælunum karlinn!! En hann var í Áfram-hópnum, sem beitti sér fyrir því máli með öflugri auglýsinga­herferð (hlálega myndskeyttri!)** og þáði til hennar 20 milljóna styrki, m.a. frá samtökum atvinnurekenda. (Áfram-hópinn getið þið séð hér á mynd þar sem það fólk leggur nöfn sín og æru við það, að við ættum að borga Icesave!**)

* http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1290081/

** http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/

*** Sjá hér samantekt og útreikninga Daníels Sigurðssonar véltæknifræðings: http://samstadathjodar.123.is/

Jón Valur Jensson.


mbl.is Cameron leggur upp skákina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vinsamlegast sendid póst á undirritadan thegar árni Páll Árnason fer ekki med fleipur. Haett vid ad bidin eftir póstinum theim gaeti ordid ansi löng.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2015 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband