Afskiptasemi "Félags atvinnurekenda" er jafn-vitlaus og hún er óviðeigandi

Ómark er að ákalli sex manna stjórnar FA sem líklegt er að ÓLAFUR STEPHENSEN, frkvstj. FA (áður ritstjóri ESB-Fréttabl.), hafi samið eða fengið í pósti frá BRUSSEL.
 
Í stjórn Félags atvinnu­rek­enda eiga sæti: Birgir S. Bjarnason, form., frkvstj. Íslensku umboðssölunnar, Anna Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri Fítons, Bjarni Ákason, frkvstj., Epli.is - Skakkiturn, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, frkvstj. Parlogis, Halldór Haraldsson, frkvstj. Smith & Norland, og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness.
 
Þessir sexmenningar, sem eru ekkert merkilegri en hverjir aðrir, eiga ekkert með að setja ríkisstjórn Íslands stólinn fyrir dyrnar og mættu gjarnan passa sig á því að ofmetnast ekki þegar þau freista þess ábúðarmikil að flagga nafni þessara samtaka sinna.
 
Svo er hlálegt að byggja þetta ákall sitt á meintu gildi evrunnar, sem hefur átt í miklum vandræðum og ekki sízt nú, þegar a) prentun hennar er aukin í gríð og erg, eins og það er nú gæfulegt, og b) Grikkir eru vísir með að detta út úr evrusvæðinu og það sjálft jafnvel að gliðna sundur í beinu framhaldi. So much for "stability"!
 
Þá mættu þessir sexmenningar gjarnan reyna að ímynda sér, hvernig farið hefði, ef Ísland hefði verið með evruna við bankahrunið. Eitt er víst, að okkar stórauknu útflutningstekjur af sjávarútvegi og ferðaþjónustu komu að miklu leyti til vegna sveigjanleika krónunnar og bættrar stöðu okkar á mörkuðum vegna þess.
 
Þar fyrir utan lýsir það vitaskuld algerri skammsýni, ef ekki LOKUN, að horfa bara til peningamála í sambandi við Evrópusambandið. Það hefur ekkert ríki grætt á því að afsala sér æðstu ráðum um sína eigin löggjöf, dómsvald og framkvæmdavald.
 
Svo mega þessir sexmenningar minnast þess, að Össurarumsóknin, sem þeir vilja halda í, var ekki aðeins ólögmæt, heldur beint stjórnarskrárbrot. Ætli þeir hafi klórað sér í kollinum yfir því?
 
Jón Valur Jensson.

 


mbl.is Mótmæla afturköllun aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband